Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 18:13 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON „Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
„Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48