Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 18:13 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON „Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
„Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48