Grænlendingar rífa blokkirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2015 19:10 Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira