Grænlendingar rífa blokkirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2015 19:10 Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels