Grænlendingar rífa blokkirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2015 19:10 Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira