Ísland hefur staðfest þátttöku sína í Eurovision á næsta ári Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2015 14:15 Svíþjóð vann Eurovision í fyrra. Vísir/EPA Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira