New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Atli Ísleifsson skrifar 14. júlí 2015 12:05 Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að von sé á fyrstu myndum af yfirborði Plútó annað kvöld og að hann hlakki mikið til. Vísir/GVA Geimfarið New Horizons flaug framhjá dvergreikistjörnunni Plútó í hádeginu í dag eftir fimm milljarða kílómetra og níu og hálfs árs ferðalag. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að von sé á fyrstu myndum af yfirborði Plútó annað kvöld og að hann hlakki mikið til. „New Horizons mun senda sýnishorn af myndum síðum til jarðar annað kvöld. Næsta árið fer svo í að senda gögnin til jarðar. Ástæða þess að það tekur þetta langan tíma er náttúrulega að þetta er óskaplega langt í burtu og „netsambandið“ milli geimfarsins og jarðar ef svo má segja er ekki mjög hratt. Þetta er um 1 kílóbit á sekúndu sem berst frá geimfarinu til okkar. Það tekur því um klukkustund að senda eina mynd í góðri upplausn til jarðar. Gagnaflutningurinn tekur því marga mánuði og eitt og hálft ár í heildina. Þetta er því ekki beint eins og að „snappa“. Þetta er allavega svakalega spennandi og við hlökkum mikið til.“Tíminn líður hrattNew Horizons er fyrsta geimfarið sem flýgur framhjá Plútó og tuglum hans, en því var skotið á loft árið 2006 og hefur verið allan þennan tíma á leiðinni. „Það er svolítið skrítið þegar maður lítur til baka að nú sé þessi dagur loksins runninn upp. Maður fylgdist með geimskotinu og fannst óskaplega langt í þetta. En tíminn líður hratt og nú er þetta loks að gerast og maður er ekkert lítið spenntur,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að geimfarið taki myndir af Plútó í dag, kortleggi yfirborð hans og kynnist þeim ferlum sem móti dvergreikistjörnuna. „New Horizons mun einnig taka myndir af Karon, sem er stærsta tungl Plútós. Þetta er allt liður í því að læra um hvernig Plútó varð til og hvernig þessir hnettir sem eru þarna yst í „frystikistunni“ í sólkerfinu – hvernig þeir virka, hvernig efnasamsetning þeirra er og svo framvegis, hvaða sögu þeir hafa að segja um uppruna sólkerfsins og uppruna okkar þar af leiðandi líka.“Sögulegur dagurSævar Helgi segir þetta vera sögulegan dag þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem svona fjarlægur hnöttur sé heimsóttur og það marki bæði upphaf og enda. „Þetta markar upphaf rannsókna á þessu svæði í sólkerfinu og svo aftur endann, þar sem þá verðum við búin að rannsaka öll helstu svæði sólkerfisins og allar upprunalegu níu reikistjörnurnar. Eftir daginn í dag heldur New Horizons svo áfram út í geiminn. Í lok árs 2017 og ársbyrjun 2018 mun farið væntanlega fljúga framhjá öðrum hnetti í því sem kallast Kuipers-beltið, sem Plútó er stærsti hnötturinn í. Þá kemur í ljós hvort Plútó sé einstakur eða hvort þessir hnettir séu allir keimlíkir. Svo gæti New Horizons jafnvel flogið framhjá enn öðrum hnetti nokkru síðar. Leiðangrinum er sem sagt ekkert lokið, þó geimfarið fljúgi framhjá Plútó í dag. Næstu vikurnar mun geimfarið svo horfa til baka á Plútó og tunglin og fylgjast með þeim áfram.“Dagurinn meitlaður í steinAðspurður um myndatökuna af Plútó segir Sævar Helgi að búið sé að skipuleggja hverja einustu mínútu. „Það var gert árið 2009. Næstu skref eru sem sagt meitluð í stein. Nú er geimfarið sambandslaust við jörðina. Nú er það alveg á fullu að afla gagna og getur ekki talað við jörðina á meðan, þar sem það getur ekki gert tvennt í einu. Í nótt klukkan eitt mun New Horizons hringja heim og mun geimfarið vonandi greina frá því að það hafi lifað ferðalagið af. Svo fáum við vonandi fyrstu myndirnar klukkan sjö, annað kvöld. Ég er alla vega mjög spenntur,“ segir Sævar Helgi.Nánar má fræðast um ferðalag New Horizons á vef Stjörnufræðivefsins. Tengdar fréttir Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. 14. júlí 2015 11:58 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Geimfarið New Horizons flaug framhjá dvergreikistjörnunni Plútó í hádeginu í dag eftir fimm milljarða kílómetra og níu og hálfs árs ferðalag. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að von sé á fyrstu myndum af yfirborði Plútó annað kvöld og að hann hlakki mikið til. „New Horizons mun senda sýnishorn af myndum síðum til jarðar annað kvöld. Næsta árið fer svo í að senda gögnin til jarðar. Ástæða þess að það tekur þetta langan tíma er náttúrulega að þetta er óskaplega langt í burtu og „netsambandið“ milli geimfarsins og jarðar ef svo má segja er ekki mjög hratt. Þetta er um 1 kílóbit á sekúndu sem berst frá geimfarinu til okkar. Það tekur því um klukkustund að senda eina mynd í góðri upplausn til jarðar. Gagnaflutningurinn tekur því marga mánuði og eitt og hálft ár í heildina. Þetta er því ekki beint eins og að „snappa“. Þetta er allavega svakalega spennandi og við hlökkum mikið til.“Tíminn líður hrattNew Horizons er fyrsta geimfarið sem flýgur framhjá Plútó og tuglum hans, en því var skotið á loft árið 2006 og hefur verið allan þennan tíma á leiðinni. „Það er svolítið skrítið þegar maður lítur til baka að nú sé þessi dagur loksins runninn upp. Maður fylgdist með geimskotinu og fannst óskaplega langt í þetta. En tíminn líður hratt og nú er þetta loks að gerast og maður er ekkert lítið spenntur,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að geimfarið taki myndir af Plútó í dag, kortleggi yfirborð hans og kynnist þeim ferlum sem móti dvergreikistjörnuna. „New Horizons mun einnig taka myndir af Karon, sem er stærsta tungl Plútós. Þetta er allt liður í því að læra um hvernig Plútó varð til og hvernig þessir hnettir sem eru þarna yst í „frystikistunni“ í sólkerfinu – hvernig þeir virka, hvernig efnasamsetning þeirra er og svo framvegis, hvaða sögu þeir hafa að segja um uppruna sólkerfsins og uppruna okkar þar af leiðandi líka.“Sögulegur dagurSævar Helgi segir þetta vera sögulegan dag þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem svona fjarlægur hnöttur sé heimsóttur og það marki bæði upphaf og enda. „Þetta markar upphaf rannsókna á þessu svæði í sólkerfinu og svo aftur endann, þar sem þá verðum við búin að rannsaka öll helstu svæði sólkerfisins og allar upprunalegu níu reikistjörnurnar. Eftir daginn í dag heldur New Horizons svo áfram út í geiminn. Í lok árs 2017 og ársbyrjun 2018 mun farið væntanlega fljúga framhjá öðrum hnetti í því sem kallast Kuipers-beltið, sem Plútó er stærsti hnötturinn í. Þá kemur í ljós hvort Plútó sé einstakur eða hvort þessir hnettir séu allir keimlíkir. Svo gæti New Horizons jafnvel flogið framhjá enn öðrum hnetti nokkru síðar. Leiðangrinum er sem sagt ekkert lokið, þó geimfarið fljúgi framhjá Plútó í dag. Næstu vikurnar mun geimfarið svo horfa til baka á Plútó og tunglin og fylgjast með þeim áfram.“Dagurinn meitlaður í steinAðspurður um myndatökuna af Plútó segir Sævar Helgi að búið sé að skipuleggja hverja einustu mínútu. „Það var gert árið 2009. Næstu skref eru sem sagt meitluð í stein. Nú er geimfarið sambandslaust við jörðina. Nú er það alveg á fullu að afla gagna og getur ekki talað við jörðina á meðan, þar sem það getur ekki gert tvennt í einu. Í nótt klukkan eitt mun New Horizons hringja heim og mun geimfarið vonandi greina frá því að það hafi lifað ferðalagið af. Svo fáum við vonandi fyrstu myndirnar klukkan sjö, annað kvöld. Ég er alla vega mjög spenntur,“ segir Sævar Helgi.Nánar má fræðast um ferðalag New Horizons á vef Stjörnufræðivefsins.
Tengdar fréttir Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. 14. júlí 2015 11:58 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. 14. júlí 2015 11:58