Bandarísku heimsmeistararnir fá allar sína forsíðu hjá SI Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2015 23:30 Allar forsíðurnar. Mynd/Sports Illustrated Bandaríska kvennalandsliðið hefur heldur betur slegið í gegn í Bandaríkjunum eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í sextán ár. Sports Illustrated hefur ákveðið að endurskrifa tímaritssöguna til að halda upp á heimsmeistaratitilinn. Bandarísku stelpurnar unnu 4-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum á HM í Kanada og hefndu þar með fyrir tapið á móti Japan fjórum árum fyrr. Þetta var þriðji heimsmeistaratitill bandaríska liðsins en sá fyrsti síðan liðið vann á heimavelli árið 1999. Sports Illustrated vildi hafa nýkrýnda heimsmeistara á forsíðunni á næsta blaði en í stað þess að hafa allan hópinn saman eða flotta mynd frá fögnuðinum í Vancouver þá leyfðu útgefendur blaðsins að ganga lengra en nokkur annar. Mörg tímarit hafa haft oft prentað nokkrar mismundandi forsíður en það er sögulegt að allir 23 leikmenn liðsins og þjálfarinn Jill Ellis fái hver og ein sér forsíðu. Forsíðurnar eru reyndar 25 talsins því sú síðasta er af sjö leikmönnum bandaríska liðsins saman. Markvörðurinn Hope Solo þakkaði fyrir sig og liðið inn á twitter-síðu sinni og fleiri úr liðinu munu örugglega bætast í hópinn. Sumar af leikmönnunum 23 sem urðu heimsmeistarar á dögunum spiluðu nú ekki stórt hlutverk með liðinu en þær fá samt sem áður allar sína forsíðu. Sports Illustrated kemur í sölu 20. júlí næstkomandi og það munu örugglega einhverjir safnarar reyna að komast yfir allar 25 útgáfurnar af blaðinu. Fótbolti Tengdar fréttir Carli Lloyd skoraði þrennu í úrslitaleiknum og var valin best Hin bandríska Carli Lloyd var kosin besti leikmaður HM kvenna í Kanada en þessi snjalli miðjumaður fékk afhentan gullknöttinn eftir 5-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum þar sem hún skoraði þrennu. 6. júlí 2015 01:27 Solo var aðeins sex sekúndum frá HM-meti Angerer Þjóðverjar eiga enn metið yfir að halda hreinu á HM kvenna í fótbolta þrátt fyrir ótrúlegan árangur Bandaríkjanna í Kanada. 6. júlí 2015 18:00 Bandaríska kvennalandsliðið heimsmeistari eftir sextán ára bið Bandaríkin er heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn í sögunni eftir 5-2 sigur á fráfarandi heimsmeisturum Japans í úrslitaleik HM kvenna í Kanada sem fram fór í Vancouver í nótt. 6. júlí 2015 00:56 Tæp fimmtíu ár frá síðustu þrennu í úrslitaleik HM Sparkspekingar um allan heim trúa ekki sínum eigin augum. Bandaríkin eru að kjöldraga Japan og leikurinn rétt hafinn. 5. júlí 2015 23:27 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið hefur heldur betur slegið í gegn í Bandaríkjunum eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í sextán ár. Sports Illustrated hefur ákveðið að endurskrifa tímaritssöguna til að halda upp á heimsmeistaratitilinn. Bandarísku stelpurnar unnu 4-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum á HM í Kanada og hefndu þar með fyrir tapið á móti Japan fjórum árum fyrr. Þetta var þriðji heimsmeistaratitill bandaríska liðsins en sá fyrsti síðan liðið vann á heimavelli árið 1999. Sports Illustrated vildi hafa nýkrýnda heimsmeistara á forsíðunni á næsta blaði en í stað þess að hafa allan hópinn saman eða flotta mynd frá fögnuðinum í Vancouver þá leyfðu útgefendur blaðsins að ganga lengra en nokkur annar. Mörg tímarit hafa haft oft prentað nokkrar mismundandi forsíður en það er sögulegt að allir 23 leikmenn liðsins og þjálfarinn Jill Ellis fái hver og ein sér forsíðu. Forsíðurnar eru reyndar 25 talsins því sú síðasta er af sjö leikmönnum bandaríska liðsins saman. Markvörðurinn Hope Solo þakkaði fyrir sig og liðið inn á twitter-síðu sinni og fleiri úr liðinu munu örugglega bætast í hópinn. Sumar af leikmönnunum 23 sem urðu heimsmeistarar á dögunum spiluðu nú ekki stórt hlutverk með liðinu en þær fá samt sem áður allar sína forsíðu. Sports Illustrated kemur í sölu 20. júlí næstkomandi og það munu örugglega einhverjir safnarar reyna að komast yfir allar 25 útgáfurnar af blaðinu.
Fótbolti Tengdar fréttir Carli Lloyd skoraði þrennu í úrslitaleiknum og var valin best Hin bandríska Carli Lloyd var kosin besti leikmaður HM kvenna í Kanada en þessi snjalli miðjumaður fékk afhentan gullknöttinn eftir 5-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum þar sem hún skoraði þrennu. 6. júlí 2015 01:27 Solo var aðeins sex sekúndum frá HM-meti Angerer Þjóðverjar eiga enn metið yfir að halda hreinu á HM kvenna í fótbolta þrátt fyrir ótrúlegan árangur Bandaríkjanna í Kanada. 6. júlí 2015 18:00 Bandaríska kvennalandsliðið heimsmeistari eftir sextán ára bið Bandaríkin er heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn í sögunni eftir 5-2 sigur á fráfarandi heimsmeisturum Japans í úrslitaleik HM kvenna í Kanada sem fram fór í Vancouver í nótt. 6. júlí 2015 00:56 Tæp fimmtíu ár frá síðustu þrennu í úrslitaleik HM Sparkspekingar um allan heim trúa ekki sínum eigin augum. Bandaríkin eru að kjöldraga Japan og leikurinn rétt hafinn. 5. júlí 2015 23:27 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Carli Lloyd skoraði þrennu í úrslitaleiknum og var valin best Hin bandríska Carli Lloyd var kosin besti leikmaður HM kvenna í Kanada en þessi snjalli miðjumaður fékk afhentan gullknöttinn eftir 5-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum þar sem hún skoraði þrennu. 6. júlí 2015 01:27
Solo var aðeins sex sekúndum frá HM-meti Angerer Þjóðverjar eiga enn metið yfir að halda hreinu á HM kvenna í fótbolta þrátt fyrir ótrúlegan árangur Bandaríkjanna í Kanada. 6. júlí 2015 18:00
Bandaríska kvennalandsliðið heimsmeistari eftir sextán ára bið Bandaríkin er heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn í sögunni eftir 5-2 sigur á fráfarandi heimsmeisturum Japans í úrslitaleik HM kvenna í Kanada sem fram fór í Vancouver í nótt. 6. júlí 2015 00:56
Tæp fimmtíu ár frá síðustu þrennu í úrslitaleik HM Sparkspekingar um allan heim trúa ekki sínum eigin augum. Bandaríkin eru að kjöldraga Japan og leikurinn rétt hafinn. 5. júlí 2015 23:27