Carli Lloyd skoraði þrennu í úrslitaleiknum og var valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2015 01:27 Carli Lloyd með gullknöttinn sinn. Vísir/Getty Hin bandríska Carli Lloyd var kosin besti leikmaður HM kvenna í Kanada en þessi snjalli miðjumaður fékk afhentan gullknöttinn eftir 5-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum þar sem hún skoraði þrennu. Það kom engum á óvart að Carli Lloyd fengi þessi verðlaun því hún kom sterklega til greina fyrir úrslitaleikinn þar sem hún síðan skoraði fyrstu þrennuna sem hefur verið skoruð í úrslitaleik HM kvenna frá upphafi. Lloyd skoraði eitt mark í 16 liða úrslitunum í 2-0 sigri á Kólumbíu, eina markið í 1-0 sigri á Kína í átta liða úrslitunum og og fyrra markið í 2-0 sigri í undanúrslitunum á móti Þýskalandi þar sem hún lagði einnig upp seinna markið. Carli Lloyd er 32 ára gömul og spilar með Houston Dash í bandarísku deildinni. Hún hefur spilað með bandaríska landsliðinu frá 2005 og fékk brons á HM 2007 og silfur á HM 2011. Lloyd hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu 2008 og 2012. Carli Lloyd skoraði öll sex mörkin sín í útsláttarkeppninni og fékk auk gullknöttsins sem besti leikmaðurinn einnig silfurskóinn sem annar markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins. Lloyd skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Célia Sasic en lagði upp færri mörk. Franski leikmaðurinn Amandine Henry fékk silfurknöttinn sem annar besti leikmaður mótsins og hin japanska Aya Miyama fékk bronsknöttinn sem þriðji besti leikmaður mótsins. Hin þýska Célia Sasic fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður mótsins og landa hennar Anja Mittag fékk bronsskóinn. Hope Solo, markvörður bandaríska heimsmeistaraliðsins, var kosin besti markvörður mótsins og hin kanadíska Kadeisha Buchanan var valin besti ungi leikmaður mótsins. Fótbolti Tengdar fréttir Bandaríska kvennalandsliðið heimsmeistari eftir sextán ára bið Bandaríkin er heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn í sögunni eftir 5-2 sigur á fráfarandi heimsmeisturum Japans í úrslitaleik HM kvenna í Kanada sem fram fór í Vancouver í nótt. 6. júlí 2015 00:56 Tæp fimmtíu ár frá síðustu þrennu í úrslitaleik HM Sparkspekingar um allan heim trúa ekki sínum eigin augum. Bandaríkin eru að kjöldraga Japan og leikurinn rétt hafinn. 5. júlí 2015 23:27 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Hin bandríska Carli Lloyd var kosin besti leikmaður HM kvenna í Kanada en þessi snjalli miðjumaður fékk afhentan gullknöttinn eftir 5-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum þar sem hún skoraði þrennu. Það kom engum á óvart að Carli Lloyd fengi þessi verðlaun því hún kom sterklega til greina fyrir úrslitaleikinn þar sem hún síðan skoraði fyrstu þrennuna sem hefur verið skoruð í úrslitaleik HM kvenna frá upphafi. Lloyd skoraði eitt mark í 16 liða úrslitunum í 2-0 sigri á Kólumbíu, eina markið í 1-0 sigri á Kína í átta liða úrslitunum og og fyrra markið í 2-0 sigri í undanúrslitunum á móti Þýskalandi þar sem hún lagði einnig upp seinna markið. Carli Lloyd er 32 ára gömul og spilar með Houston Dash í bandarísku deildinni. Hún hefur spilað með bandaríska landsliðinu frá 2005 og fékk brons á HM 2007 og silfur á HM 2011. Lloyd hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu 2008 og 2012. Carli Lloyd skoraði öll sex mörkin sín í útsláttarkeppninni og fékk auk gullknöttsins sem besti leikmaðurinn einnig silfurskóinn sem annar markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins. Lloyd skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Célia Sasic en lagði upp færri mörk. Franski leikmaðurinn Amandine Henry fékk silfurknöttinn sem annar besti leikmaður mótsins og hin japanska Aya Miyama fékk bronsknöttinn sem þriðji besti leikmaður mótsins. Hin þýska Célia Sasic fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður mótsins og landa hennar Anja Mittag fékk bronsskóinn. Hope Solo, markvörður bandaríska heimsmeistaraliðsins, var kosin besti markvörður mótsins og hin kanadíska Kadeisha Buchanan var valin besti ungi leikmaður mótsins.
Fótbolti Tengdar fréttir Bandaríska kvennalandsliðið heimsmeistari eftir sextán ára bið Bandaríkin er heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn í sögunni eftir 5-2 sigur á fráfarandi heimsmeisturum Japans í úrslitaleik HM kvenna í Kanada sem fram fór í Vancouver í nótt. 6. júlí 2015 00:56 Tæp fimmtíu ár frá síðustu þrennu í úrslitaleik HM Sparkspekingar um allan heim trúa ekki sínum eigin augum. Bandaríkin eru að kjöldraga Japan og leikurinn rétt hafinn. 5. júlí 2015 23:27 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið heimsmeistari eftir sextán ára bið Bandaríkin er heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn í sögunni eftir 5-2 sigur á fráfarandi heimsmeisturum Japans í úrslitaleik HM kvenna í Kanada sem fram fór í Vancouver í nótt. 6. júlí 2015 00:56
Tæp fimmtíu ár frá síðustu þrennu í úrslitaleik HM Sparkspekingar um allan heim trúa ekki sínum eigin augum. Bandaríkin eru að kjöldraga Japan og leikurinn rétt hafinn. 5. júlí 2015 23:27