Enski boltinn

Aston Villa verður að selja Benteke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benteke í búningi Aston Villa.
Benteke í búningi Aston Villa. Vísir/Getty
Eins og fram kom í gær er Liverpool reiðubúið að greiða riftunarverð samnings belgíska framherjans Christian Benteke við Aston Villa.

Fréttavefur Sky Sports fullyrðir samkvæmt sínum heimildum að þetta sé nú frágengið - Liverpool hafi lagt fram tilboð upp á 32,5 milljónir punda og Aston Villa því skylt að taka tilboðinu.

Sjá einnig: Liverpool tilbúið að eyða stórum hluta af söluverði Sterling í Benteke

Samkvæmt því munu nú viðræður fara fram á milli leikmannsins og forráðamanna Liverpool um kaup og kjör og ef allt gengur að óskum verður Benteke kominn í Bítlaborgina innan skamms.

Aston Villa byrjaði illa á síðasta tímabili en tókst að bjarga sæti sínu undir lok tímabilsins. Benteke átti stóran þátt í því en hann skoraði tólf mörk í jafn mörgum deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Með kaupunum yrði Benteke næstdýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi á eftir Andy Carroll.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×