Enski boltinn

Liverpool tilbúið að eyða stórum hluta af söluverði Sterling í Benteke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Benteke.
Christian Benteke. Vísir/Getty
Það er fátt sem getur komið í veg fyrir það að belgíski framherjinn Christian Benteke spili með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Enskir fjölmiðlar segja frá því í kvöld að Liverpool sé tilbúið að greiða 32,5 milljónir punda,  6,9 milljarða íslenskra króna, fyrir þennan 24 ára sóknarmann sem skoraði 12 mörk í 12 leikjum fyrir Aston Villa á lokakafla ensku úrvalsdeildarinnar.

Christian Benteke er með klausu í samningi sínum um að hann mætti fara ef lið borgaði Aston Villa fyrrnefnda upphæð fyrir hann en hann á tvö ár eftir samning sínum.

Liverpool seldi Raheem Sterling til Manchester City fyrir 49 milljónir punda og er tilbúið að eyða stórum hluta af þeirri upphæð til að tryggja sér þjónustu Belgans.

Christian Benteke skoraði alls 13 mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili þar af tólf þeirra eftir 1. mars. Hann var að ná sér eftir hásinarmeiðsli fyrri hluta tímabilsins en fann formið í lok tímabilsins.

Christian Benteke var að klára sitt þriðja tímabil með Aston Villa en hann hefur alls skorað 42 mörk í 88 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af 4 mörk í 5 leikjum á moti Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×