Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2015 11:35 Walt Cunningham og Rusty Schweickart voru meðal annars teknir tali í Öskju. Mynd/sævar helgi Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira