Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2015 11:35 Walt Cunningham og Rusty Schweickart voru meðal annars teknir tali í Öskju. Mynd/sævar helgi Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira