Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2015 11:35 Walt Cunningham og Rusty Schweickart voru meðal annars teknir tali í Öskju. Mynd/sævar helgi Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason. Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason.
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira