Innlent

Leitað að mönnum á Esjunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki er vitað um nákvæma staðsetningu mannanna á Esjunni en leitað er í nágrenni þekktra gönguleiða.
Ekki er vitað um nákvæma staðsetningu mannanna á Esjunni en leitað er í nágrenni þekktra gönguleiða. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að leita að tveimur mönnum á Esjunni. Þeir höfðu samband við Neyðarlínuna og óskuðu eftir aðstoð.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að lélegt símasamband er við mennina og því fara samskipti við þá fram með sms-skilaboðum. Þeir hafa verið á göngu í um 10-11 klukkustundir og eru að eigin sögn orðnir mjög þreyttir og slappir.

Mennirnir geta ekki gefið upp nákvæma staðsetningu en leit miðast við nágrenni þekktra gönguleiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×