Lífið

„Helvítis fokking fokk“ og íslenskt Tyrkisk Peber

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Brian Chippendale hefur bersýnilega komist í kynni við "íslenskt nammi“ en kynni hans af Áramótaskaupinu verða látin liggja milli hluta.
Brian Chippendale hefur bersýnilega komist í kynni við "íslenskt nammi“ en kynni hans af Áramótaskaupinu verða látin liggja milli hluta.
„Við erum að koma. Þú ert að koma. Helvítis fokking fokk!" eru skilaboðin sem Brian Chippendale, meðlimur hljómsveitarinnar Lightning Bolt, sendir öllum þeim sem ætla að láta sjá sig á ATP tónlistarhátíðinni um næstu helgi.

Lightning Bolt stígur á stokk á sunnudagskvöld og ef orkan í Chippendale verður helmingurinn á við það sem sjá má í nýjum myndböndum frá hátíðinni er ljóst að mikið fjör verður á Suðurnesjum um helgina.

Í myndböndunum tveimur spreytir trommarinn sig á íslensku með góðum árangri og ljóst að hinn bandaríski Brian er mikill aðdáandi Áramótaskaupsins. Fetar hann í fótspor samlanda síns, rappgoðsagnarinnar Chuck D, en myndband af tilraunum hans má nálgast hér að neðan. Þá segist þrumufleygurinn Chippendale vera yfir sig hrifinn af Tyrkisk Peber og líkir bragði molanna við að sitja í heitum hver, langt norðan heimskautsbaugar. Eitthvað hefur þó skolast til í landafræðikunnáttu kappans en Chippendale segir nammið vera íslenskt - því nammið er ekki einungis kennt við Tyrkland heldur er það bersýnilega finnskt. Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst svo formlega á morgun.

Tengdar fréttir

ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.