Lífið

Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni

Bjarki Ármannsson skrifar
Sögufræga rappsveitin Public Enemy er á leið hingað til lands og spilar á tónlistarhátíðinni ATP í Reykjanesbæ á fimmtudag. Í tilefni þess hefur örstutt myndband verið birt á YouTube-síðu hátíðarinnar þar sem Chuck D, helsti rappari sveitarinnar, spreytir sig á okkar ylhýra tungumáli.„Við erum að koma, þú ert að koma,“ segir Chuck D, nokkuð skýrt og greinilega. „Helvítis fokking fokk.“Þess má geta að þessi heimsfrægi rappari hefur áður talað inn á upptöku fyrir Íslendinga, en hann talaði inn á fyrstu plötu xxx Rottweiler hunda árið 2001 og sagðist þar vera vinur sveitarinnar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár.

60% kaupenda útlendingar

Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.