Tónlist

Tónlistarhátíðin ATP hafin

Frá ATP tónlistarhátíðinni árið 2014.
Frá ATP tónlistarhátíðinni árið 2014. MYND/VÍSIR

Tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties, eða ATP, hefst í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Á meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Belle and Sebastian og Iggy Pop. 

ATP hátíðin var fyrst haldin árið 1999 í Camber Sands í Sussex í Englandi en nú er hátíðin haldin víða um heim, meðal annars í Ástralíu og Japan. ATP var fyrst haldin í Ásbrú í Keflavík árið 2013 við góðar viðtökur. Í ár sækja um fimm þúsund manns  hátíðina heim, þar af rúmlega helmingurinn erlendir gestir.

Á ATP er sérstök kvikmyndadagskrá órjúfanlegur hluti af hátíðinni en í ár verður það hljómsveitin Mogwai sem stýrir dagskránni í tilefni tuttugu ára afmælis hljómsveitarinnar sem kom einmitt fram á hátíðinni síðasta ár. Sveitin er vel kunnug kvikmyndaforminu en meðlimir hennar hafa samið tónlist fyrir hinar ýmsu kvikmyndir í gegnum tíðina.

Formleg dagkrá ATP á íslandi hefst klukkan tólf í dag og stendur fram á nótt en reglulegar rútuferðir verða á milli BSÍ og hátíðarsvæðisins. Fjörtíu og tvær hljómsveitir koma fram á ATP í ár á þremur sviðum á gamla hersvæðinu í Ásbrú. Á meðal þeirra sem koma fram eru HAM, Ghostdigital, Public Enemy, Run The Jewels,Swans, Iggy Pop og Belle And Sebastian. 


Tengdar fréttir

ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár.

60% kaupenda útlendingar

Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.