Lífið

Goðsögn á leiðinni: Iggy Pop kemur til landsins

Margrét Hugrún skrifar
Með opinn faðminn: Leyfið Íslendingunum að koma til mín gæti Iggy verið að segja á þessari mynd.
Með opinn faðminn: Leyfið Íslendingunum að koma til mín gæti Iggy verið að segja á þessari mynd. Vísir.is/Getty
Goðsögninin Iggy Pop er á leiðinni til landsins en hann verður meðal þeirra sem koma fram á ATP tónlistarhátíðinni sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík í júlí.

Meðal þeirra sem koma fram eru Iggy Pop, Drive Like Jehu, Belle and Sebastian, Godspeed You! Black Emperor, Run The Jewels, Mudhoney, Kiasmos, HAM, Ought, Clipping, The Bug, Loop, Xylouris White, Deafheaven, Iceage, Chelsea Wolfe, The Field, White Hills, Ghostigital, Vision Fortune, Younghusband, Tall Firs og Grimm Grimm svo einhverjir séu nefndir en telja má að einhverjir muni bætast við í hópinn.

Iggy Pop ætlar að taka sína fyrstu sólótónleika í heilan áratug og flytja gamla slagara frá m.a. Lust for life og The Idiot. Reikna má með að koma Iggy á tónlistarhátíðina muni hækka meðalaldur gesta um einhver ár en hann hefur verið á senunni síðustu fjörtíu ár.

Iggy Pop hélt síðast tónleika á Íslandi árið 2006 en þá kom hann hingað með liðsmönnum The Stooges og spiluðu þeir við góðar undirtektir í Listasafni Reykjavíkur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.