60% kaupenda útlendingar Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júní 2015 09:00 Um 4.000 manns sóttu ATP-tónlistarhátíðina í fyrra og gerir Barry Hogan ráð fyrir enn fleiri gestum í ár. Um sextíu prósent af þeim miðum sem selst hafa á ATP-tónlistarhátíðina hafa farið í hendur útlendinga og einungis fjörutíu prósent í hendur Íslendinga. Þessar tölur voru akkúrat öfugar í fyrra eða sextíu prósent miða seld til Íslendinga og fjörutíu til útlendinga. „Íslendingar bíða yfirleitt fram á síðustu stundu með að kaupa miða þannig að ég skil þetta alveg. Þetta gæti alveg breyst þegar líður að hátíðinni,“ segir Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar. Hátíðin fer fram dagana 2.-4. júlí á Ásbrú í Keflavík. Sem stendur hafa um 3.000 miðar verið seldir á hátíðina og segist Barry vera bjartsýnn á framhaldið. „Í fyrra seldust um 4.000 miðar í heildina, þannig að ég held að það eigi eftir að seljast fleiri miðar í ár. Maður sér mikinn mun dag frá degi,“ segir Barry. Alls eru 5.000 miðar til sölu á hátíðina en það er sami miðafjöldi og í fyrra. „Hátíðin verður af svipaðri stærðargráðu í ár og í fyrra, helsti munurinn er kannski að það eru fleiri hljómsveitir í ár.“Iggy Pop er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár.Um síðustu helgi fór önnur stór tónlistarhátíð fram, Secret Solstice, en truflar sú hátíð ekki ATP hátíðina? „Þetta eru ólíkar hátíðir og fólkið sem sækir þær er ólíkt. Það eru fleiri tónlistarunnendur sem sækja ATP en kannski víðari hópur fólks og meiri partíljón sem sækja Solstice-hátíðina. ATP styðst líka meira við samfélagsmiðla og „word of mouth“ markaðsaðferð, en Secret Solstice reynir að ná til stærri hóps fólks og þarf því að auglýsa hana og markaðssetja á aflmeiri hátt og þeir eru mjög góðir í því,“ útskýrir Barry. Mannabreytingar hafa verið innanborðs hjá ATP en Tómas Young, sem var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ekki lengur í teyminu. „Ef það væri ekki fyrir Tómas, þá væri ATP-hátíðin á Íslandi ekki til og hefði ekki orðið til. Það hefur alltaf verið mikill drifkraftur í honum og það er leiðinlegt að segja frá því að hann hafi þurft að fara frá okkur til að sinna öðru. Hann er okkur kær vinur og erum við enn nánir,“ segir Barry, spurður út í brotthvarf Tómasar. Mikil eftirvænting er fyrir hátíðinni og segir Barry þá erlendu listamenn sem fram koma á hátíðinni mjög spennta fyrir því að heimsækja Ísland. Þekktustu tónlistarmennirnir sem fram koma á ATP í ár eru Iggy Pop, Belle and Sebastian, Public Enemy, Run The Jewels, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna. ATP í Keflavík Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Um sextíu prósent af þeim miðum sem selst hafa á ATP-tónlistarhátíðina hafa farið í hendur útlendinga og einungis fjörutíu prósent í hendur Íslendinga. Þessar tölur voru akkúrat öfugar í fyrra eða sextíu prósent miða seld til Íslendinga og fjörutíu til útlendinga. „Íslendingar bíða yfirleitt fram á síðustu stundu með að kaupa miða þannig að ég skil þetta alveg. Þetta gæti alveg breyst þegar líður að hátíðinni,“ segir Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar. Hátíðin fer fram dagana 2.-4. júlí á Ásbrú í Keflavík. Sem stendur hafa um 3.000 miðar verið seldir á hátíðina og segist Barry vera bjartsýnn á framhaldið. „Í fyrra seldust um 4.000 miðar í heildina, þannig að ég held að það eigi eftir að seljast fleiri miðar í ár. Maður sér mikinn mun dag frá degi,“ segir Barry. Alls eru 5.000 miðar til sölu á hátíðina en það er sami miðafjöldi og í fyrra. „Hátíðin verður af svipaðri stærðargráðu í ár og í fyrra, helsti munurinn er kannski að það eru fleiri hljómsveitir í ár.“Iggy Pop er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár.Um síðustu helgi fór önnur stór tónlistarhátíð fram, Secret Solstice, en truflar sú hátíð ekki ATP hátíðina? „Þetta eru ólíkar hátíðir og fólkið sem sækir þær er ólíkt. Það eru fleiri tónlistarunnendur sem sækja ATP en kannski víðari hópur fólks og meiri partíljón sem sækja Solstice-hátíðina. ATP styðst líka meira við samfélagsmiðla og „word of mouth“ markaðsaðferð, en Secret Solstice reynir að ná til stærri hóps fólks og þarf því að auglýsa hana og markaðssetja á aflmeiri hátt og þeir eru mjög góðir í því,“ útskýrir Barry. Mannabreytingar hafa verið innanborðs hjá ATP en Tómas Young, sem var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ekki lengur í teyminu. „Ef það væri ekki fyrir Tómas, þá væri ATP-hátíðin á Íslandi ekki til og hefði ekki orðið til. Það hefur alltaf verið mikill drifkraftur í honum og það er leiðinlegt að segja frá því að hann hafi þurft að fara frá okkur til að sinna öðru. Hann er okkur kær vinur og erum við enn nánir,“ segir Barry, spurður út í brotthvarf Tómasar. Mikil eftirvænting er fyrir hátíðinni og segir Barry þá erlendu listamenn sem fram koma á hátíðinni mjög spennta fyrir því að heimsækja Ísland. Þekktustu tónlistarmennirnir sem fram koma á ATP í ár eru Iggy Pop, Belle and Sebastian, Public Enemy, Run The Jewels, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna.
ATP í Keflavík Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira