60% kaupenda útlendingar Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júní 2015 09:00 Um 4.000 manns sóttu ATP-tónlistarhátíðina í fyrra og gerir Barry Hogan ráð fyrir enn fleiri gestum í ár. Um sextíu prósent af þeim miðum sem selst hafa á ATP-tónlistarhátíðina hafa farið í hendur útlendinga og einungis fjörutíu prósent í hendur Íslendinga. Þessar tölur voru akkúrat öfugar í fyrra eða sextíu prósent miða seld til Íslendinga og fjörutíu til útlendinga. „Íslendingar bíða yfirleitt fram á síðustu stundu með að kaupa miða þannig að ég skil þetta alveg. Þetta gæti alveg breyst þegar líður að hátíðinni,“ segir Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar. Hátíðin fer fram dagana 2.-4. júlí á Ásbrú í Keflavík. Sem stendur hafa um 3.000 miðar verið seldir á hátíðina og segist Barry vera bjartsýnn á framhaldið. „Í fyrra seldust um 4.000 miðar í heildina, þannig að ég held að það eigi eftir að seljast fleiri miðar í ár. Maður sér mikinn mun dag frá degi,“ segir Barry. Alls eru 5.000 miðar til sölu á hátíðina en það er sami miðafjöldi og í fyrra. „Hátíðin verður af svipaðri stærðargráðu í ár og í fyrra, helsti munurinn er kannski að það eru fleiri hljómsveitir í ár.“Iggy Pop er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár.Um síðustu helgi fór önnur stór tónlistarhátíð fram, Secret Solstice, en truflar sú hátíð ekki ATP hátíðina? „Þetta eru ólíkar hátíðir og fólkið sem sækir þær er ólíkt. Það eru fleiri tónlistarunnendur sem sækja ATP en kannski víðari hópur fólks og meiri partíljón sem sækja Solstice-hátíðina. ATP styðst líka meira við samfélagsmiðla og „word of mouth“ markaðsaðferð, en Secret Solstice reynir að ná til stærri hóps fólks og þarf því að auglýsa hana og markaðssetja á aflmeiri hátt og þeir eru mjög góðir í því,“ útskýrir Barry. Mannabreytingar hafa verið innanborðs hjá ATP en Tómas Young, sem var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ekki lengur í teyminu. „Ef það væri ekki fyrir Tómas, þá væri ATP-hátíðin á Íslandi ekki til og hefði ekki orðið til. Það hefur alltaf verið mikill drifkraftur í honum og það er leiðinlegt að segja frá því að hann hafi þurft að fara frá okkur til að sinna öðru. Hann er okkur kær vinur og erum við enn nánir,“ segir Barry, spurður út í brotthvarf Tómasar. Mikil eftirvænting er fyrir hátíðinni og segir Barry þá erlendu listamenn sem fram koma á hátíðinni mjög spennta fyrir því að heimsækja Ísland. Þekktustu tónlistarmennirnir sem fram koma á ATP í ár eru Iggy Pop, Belle and Sebastian, Public Enemy, Run The Jewels, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna. ATP í Keflavík Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Sjá meira
Um sextíu prósent af þeim miðum sem selst hafa á ATP-tónlistarhátíðina hafa farið í hendur útlendinga og einungis fjörutíu prósent í hendur Íslendinga. Þessar tölur voru akkúrat öfugar í fyrra eða sextíu prósent miða seld til Íslendinga og fjörutíu til útlendinga. „Íslendingar bíða yfirleitt fram á síðustu stundu með að kaupa miða þannig að ég skil þetta alveg. Þetta gæti alveg breyst þegar líður að hátíðinni,“ segir Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar. Hátíðin fer fram dagana 2.-4. júlí á Ásbrú í Keflavík. Sem stendur hafa um 3.000 miðar verið seldir á hátíðina og segist Barry vera bjartsýnn á framhaldið. „Í fyrra seldust um 4.000 miðar í heildina, þannig að ég held að það eigi eftir að seljast fleiri miðar í ár. Maður sér mikinn mun dag frá degi,“ segir Barry. Alls eru 5.000 miðar til sölu á hátíðina en það er sami miðafjöldi og í fyrra. „Hátíðin verður af svipaðri stærðargráðu í ár og í fyrra, helsti munurinn er kannski að það eru fleiri hljómsveitir í ár.“Iggy Pop er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár.Um síðustu helgi fór önnur stór tónlistarhátíð fram, Secret Solstice, en truflar sú hátíð ekki ATP hátíðina? „Þetta eru ólíkar hátíðir og fólkið sem sækir þær er ólíkt. Það eru fleiri tónlistarunnendur sem sækja ATP en kannski víðari hópur fólks og meiri partíljón sem sækja Solstice-hátíðina. ATP styðst líka meira við samfélagsmiðla og „word of mouth“ markaðsaðferð, en Secret Solstice reynir að ná til stærri hóps fólks og þarf því að auglýsa hana og markaðssetja á aflmeiri hátt og þeir eru mjög góðir í því,“ útskýrir Barry. Mannabreytingar hafa verið innanborðs hjá ATP en Tómas Young, sem var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ekki lengur í teyminu. „Ef það væri ekki fyrir Tómas, þá væri ATP-hátíðin á Íslandi ekki til og hefði ekki orðið til. Það hefur alltaf verið mikill drifkraftur í honum og það er leiðinlegt að segja frá því að hann hafi þurft að fara frá okkur til að sinna öðru. Hann er okkur kær vinur og erum við enn nánir,“ segir Barry, spurður út í brotthvarf Tómasar. Mikil eftirvænting er fyrir hátíðinni og segir Barry þá erlendu listamenn sem fram koma á hátíðinni mjög spennta fyrir því að heimsækja Ísland. Þekktustu tónlistarmennirnir sem fram koma á ATP í ár eru Iggy Pop, Belle and Sebastian, Public Enemy, Run The Jewels, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna.
ATP í Keflavík Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Sjá meira