Hálendisvaktin aðstoðar þúsundir ferðamanna á ári hverju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2015 22:12 Hálendisvaktin sinnti um 2000 verkefnum í fyrrasumar. vísir/vilhelm Hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefst á morgun og verður starfandi út ágúst. Þetta er tíunda sumarið í röð sem vaktin starfar. Um 200 sjálfboðaliðar koma að verkefninu hver hópur tekur viku í senn á hálendinu. „Megintilgangur verkefnisins er að vera með skjótara viðbragð ef það koma upp slys á hálendinu. Þegar við byrjuðum með hálendisvaktina sáum við að verkefnum á hálendinu var að fjölga og það var erfitt og dýrt að kalla sjálfboðaliðana út. Verkefnið hefur þó gjörbreyst frá því sem var þegar við byrjuðum þó að tilgangurinn sé auðvitað sá sami, þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu. Hann bendir á að í fyrrasumar hafi hálendisvaktin sinnt um 2000 verkefnum en þar af voru um 500 sem Landsbjörg flokkar sem alvarleg útköll. Af þessum 500 útköllum voru tæplega 100 slys en til samanburðar sinnti hálendisvaktin 50 slysum árið áður. Jónas segir að á þeim tíma frá því að hálendisvaktin hafi tekið til starfa hafi nokkrum mannslífum verið bjargað. „Ég held að það alveg hægt að fullyrða að það hefði farið mun verr í einhverjum tilfellum ef við hefðum ekki verið svona nálægt því það munar svo miklu að vera með skjótan viðbragðstíma.“ Aðspurður segir Jónas að Landsbjörg hafi aðstoðað á bilinu 6000-8000 ferðamenn á ári seinustu fjögur ár. Hálendisvaktin aðstoðar meirihluta þeirra ferðamanna á þeim tveimur mánuðum sem hún starfar, eða um 4000 ferðamenn á ári að sögn Jónasar. Ástandið á hálendinu er nokkuð óvenjulegt núna en mikið er um snjó og krap þar núna. Jónas segir að það komi fólki kannski á óvart en að þetta hafi ekki verið svo óvenjulegt ástand fyrir 10-20 árum síðan. „En það er miklu meiri snjór núna en verið hefur síðan ferðamannabólan sprakk fyrir nokkrum árum. Á gönguleiðinni yfir Laugaveginn ertu til dæmis ennþá góðan þriðjung leiðarinnar í snjó og það er auðvitað erfiðara að labba í snjó heldur en ekki.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43 Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefst á morgun og verður starfandi út ágúst. Þetta er tíunda sumarið í röð sem vaktin starfar. Um 200 sjálfboðaliðar koma að verkefninu hver hópur tekur viku í senn á hálendinu. „Megintilgangur verkefnisins er að vera með skjótara viðbragð ef það koma upp slys á hálendinu. Þegar við byrjuðum með hálendisvaktina sáum við að verkefnum á hálendinu var að fjölga og það var erfitt og dýrt að kalla sjálfboðaliðana út. Verkefnið hefur þó gjörbreyst frá því sem var þegar við byrjuðum þó að tilgangurinn sé auðvitað sá sami, þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu. Hann bendir á að í fyrrasumar hafi hálendisvaktin sinnt um 2000 verkefnum en þar af voru um 500 sem Landsbjörg flokkar sem alvarleg útköll. Af þessum 500 útköllum voru tæplega 100 slys en til samanburðar sinnti hálendisvaktin 50 slysum árið áður. Jónas segir að á þeim tíma frá því að hálendisvaktin hafi tekið til starfa hafi nokkrum mannslífum verið bjargað. „Ég held að það alveg hægt að fullyrða að það hefði farið mun verr í einhverjum tilfellum ef við hefðum ekki verið svona nálægt því það munar svo miklu að vera með skjótan viðbragðstíma.“ Aðspurður segir Jónas að Landsbjörg hafi aðstoðað á bilinu 6000-8000 ferðamenn á ári seinustu fjögur ár. Hálendisvaktin aðstoðar meirihluta þeirra ferðamanna á þeim tveimur mánuðum sem hún starfar, eða um 4000 ferðamenn á ári að sögn Jónasar. Ástandið á hálendinu er nokkuð óvenjulegt núna en mikið er um snjó og krap þar núna. Jónas segir að það komi fólki kannski á óvart en að þetta hafi ekki verið svo óvenjulegt ástand fyrir 10-20 árum síðan. „En það er miklu meiri snjór núna en verið hefur síðan ferðamannabólan sprakk fyrir nokkrum árum. Á gönguleiðinni yfir Laugaveginn ertu til dæmis ennþá góðan þriðjung leiðarinnar í snjó og það er auðvitað erfiðara að labba í snjó heldur en ekki.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43 Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43
Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58