Fótbolti

Pablo og félagar byrjuðu á markalausu jafntefli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pablo hefur leikið níu landsleiki fyrir El Salvador.
Pablo hefur leikið níu landsleiki fyrir El Salvador. vísir/getty
Stjörnumaðurinn Pablo Punyed lék fyrstu 85 mínúturnar þegar El Salvador og Kanada gerðu markalaust jafntefli í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku, í nótt. Leikurinn fór fram í Carson í Kaliforníu.

Þetta var níundi landsleikur Pablos sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í fyrra. Hann hefur einnig leikið með Fjölni og Fylki hér á landi.

Í hinum leik riðilsins gerðu Kosta Ríka og Jamaíka 2-2 jafntefli.

Jamaíkamenn, sem eru nýkomnir frá Suður-Ameríkukeppninni í Chile, komust yfir með marki Garath McCleary, leikmanns Reading á Englandi.

Roy Miller jafnaði fyrir Kosta Ríka á 33. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar kom David Ramírez Kosta Ríka-mönnum yfir.

Það var svo Jobi McAnuff, fyrrverandi leikmaður Reading, sem tryggði Jamaíku eitt stig þegar hann jafnaði leikinn í 2-2 á þriðju mínútu seinni hálfleiks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×