Samdi lagið í ömurlegu íslensku sumarveðri Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júní 2015 21:30 Rebekka Sif Stefánsdóttir kemur oft fram. vísir ,,Lagið heitir I Told You og er skemmtilegt sumarlag sem er óþægilega auðvelt að fá á heilann,“ segir Rebekka Sif Stefánsdóttir um nýtt lag sem hún var að gefa út. „Það fjallar um stúlku sem er ekki alveg sannfærð að gefa ákveðnum dreng tækifæri til að heilla sig, en honum tekst það að lokum. Ég samdi það síðasta sumar þegar það var stanslaus rigning og grátt veður, þurfti í rauninni eitthvað til að hressa mig við.” Rebekka mun starfa í Skapandi sumarstarfi í Garðabæ í sumar. „Þar fæ ég tækifæri til þess að koma tónlistinni minni á framfæri, semja meira og skemmta bæjarbúum. Í starfinu er hópur sem verður að taka upp myndbönd í bænum í sumar en þau bjuggu til þetta æðislega textamyndband við lagið. En í honum eru Egill Friðriksson, Brendan Sigursson og Hulda Margrét Sigurðardóttir.” Hún stefnir að því að spila mikið í sumar og koma fram. „Maður er alltaf að safna efni í plötu sem verður að veruleika einn daginn. Fyrir Airwaves á síðasta ári gaf ég út lagið ,,Dusty Wind” sem var fyrsta lagið sem ég fékk í útvarpsspilun og það komst meira að segja inná Vinsældarlista Rásar 2 , sem var klikkað. Ég spilaði svo á 7 off-venue tónleikum og þá var gott að vera komin með eitthvað efni út. En ég ákvað að gefa út I Told You núna í sumar í von um að það létti fólki lund í ósumrinu hér á landi og kæti í þau fáu skipti sólin lætur sjá sig.” Rebekka hefur stundað ná við Tónlistarskóla FÍH síðustu tvö ár og stefnir á útskrift næsta vor í söng af jazz- og rokkbraut. „Ég tók burtfarapróf úr Tónlistarskóla Garðabæjar í klassískum söng 2012 og fór það haust í Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn, þannig ég er alveg búin að vera í stanslausri söngþjálfun í rauninni. Ég er líka að kenna söng hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu og Klifinu í Garðabæ. Það er yndislegt að vinna með börnum, sköpunargleðin er endalaus.” Myndbandið við lagið má sjá hér að neðan. Það var hópur sem kallar sig PRÆM TÆM sem bjó til myndbandið, en hann inniheldur unga hæfileikaríka Garðbæinga. Í laginu I Told You spilar Aron Andri Magnússon á gítar, Sindri Snær Thorlacius á bassa, Helgi Þorleiksson á trommur og Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn. Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
,,Lagið heitir I Told You og er skemmtilegt sumarlag sem er óþægilega auðvelt að fá á heilann,“ segir Rebekka Sif Stefánsdóttir um nýtt lag sem hún var að gefa út. „Það fjallar um stúlku sem er ekki alveg sannfærð að gefa ákveðnum dreng tækifæri til að heilla sig, en honum tekst það að lokum. Ég samdi það síðasta sumar þegar það var stanslaus rigning og grátt veður, þurfti í rauninni eitthvað til að hressa mig við.” Rebekka mun starfa í Skapandi sumarstarfi í Garðabæ í sumar. „Þar fæ ég tækifæri til þess að koma tónlistinni minni á framfæri, semja meira og skemmta bæjarbúum. Í starfinu er hópur sem verður að taka upp myndbönd í bænum í sumar en þau bjuggu til þetta æðislega textamyndband við lagið. En í honum eru Egill Friðriksson, Brendan Sigursson og Hulda Margrét Sigurðardóttir.” Hún stefnir að því að spila mikið í sumar og koma fram. „Maður er alltaf að safna efni í plötu sem verður að veruleika einn daginn. Fyrir Airwaves á síðasta ári gaf ég út lagið ,,Dusty Wind” sem var fyrsta lagið sem ég fékk í útvarpsspilun og það komst meira að segja inná Vinsældarlista Rásar 2 , sem var klikkað. Ég spilaði svo á 7 off-venue tónleikum og þá var gott að vera komin með eitthvað efni út. En ég ákvað að gefa út I Told You núna í sumar í von um að það létti fólki lund í ósumrinu hér á landi og kæti í þau fáu skipti sólin lætur sjá sig.” Rebekka hefur stundað ná við Tónlistarskóla FÍH síðustu tvö ár og stefnir á útskrift næsta vor í söng af jazz- og rokkbraut. „Ég tók burtfarapróf úr Tónlistarskóla Garðabæjar í klassískum söng 2012 og fór það haust í Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn, þannig ég er alveg búin að vera í stanslausri söngþjálfun í rauninni. Ég er líka að kenna söng hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu og Klifinu í Garðabæ. Það er yndislegt að vinna með börnum, sköpunargleðin er endalaus.” Myndbandið við lagið má sjá hér að neðan. Það var hópur sem kallar sig PRÆM TÆM sem bjó til myndbandið, en hann inniheldur unga hæfileikaríka Garðbæinga. Í laginu I Told You spilar Aron Andri Magnússon á gítar, Sindri Snær Thorlacius á bassa, Helgi Þorleiksson á trommur og Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn.
Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira