Samdi lagið í ömurlegu íslensku sumarveðri Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júní 2015 21:30 Rebekka Sif Stefánsdóttir kemur oft fram. vísir ,,Lagið heitir I Told You og er skemmtilegt sumarlag sem er óþægilega auðvelt að fá á heilann,“ segir Rebekka Sif Stefánsdóttir um nýtt lag sem hún var að gefa út. „Það fjallar um stúlku sem er ekki alveg sannfærð að gefa ákveðnum dreng tækifæri til að heilla sig, en honum tekst það að lokum. Ég samdi það síðasta sumar þegar það var stanslaus rigning og grátt veður, þurfti í rauninni eitthvað til að hressa mig við.” Rebekka mun starfa í Skapandi sumarstarfi í Garðabæ í sumar. „Þar fæ ég tækifæri til þess að koma tónlistinni minni á framfæri, semja meira og skemmta bæjarbúum. Í starfinu er hópur sem verður að taka upp myndbönd í bænum í sumar en þau bjuggu til þetta æðislega textamyndband við lagið. En í honum eru Egill Friðriksson, Brendan Sigursson og Hulda Margrét Sigurðardóttir.” Hún stefnir að því að spila mikið í sumar og koma fram. „Maður er alltaf að safna efni í plötu sem verður að veruleika einn daginn. Fyrir Airwaves á síðasta ári gaf ég út lagið ,,Dusty Wind” sem var fyrsta lagið sem ég fékk í útvarpsspilun og það komst meira að segja inná Vinsældarlista Rásar 2 , sem var klikkað. Ég spilaði svo á 7 off-venue tónleikum og þá var gott að vera komin með eitthvað efni út. En ég ákvað að gefa út I Told You núna í sumar í von um að það létti fólki lund í ósumrinu hér á landi og kæti í þau fáu skipti sólin lætur sjá sig.” Rebekka hefur stundað ná við Tónlistarskóla FÍH síðustu tvö ár og stefnir á útskrift næsta vor í söng af jazz- og rokkbraut. „Ég tók burtfarapróf úr Tónlistarskóla Garðabæjar í klassískum söng 2012 og fór það haust í Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn, þannig ég er alveg búin að vera í stanslausri söngþjálfun í rauninni. Ég er líka að kenna söng hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu og Klifinu í Garðabæ. Það er yndislegt að vinna með börnum, sköpunargleðin er endalaus.” Myndbandið við lagið má sjá hér að neðan. Það var hópur sem kallar sig PRÆM TÆM sem bjó til myndbandið, en hann inniheldur unga hæfileikaríka Garðbæinga. Í laginu I Told You spilar Aron Andri Magnússon á gítar, Sindri Snær Thorlacius á bassa, Helgi Þorleiksson á trommur og Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn. Mest lesið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fleiri fréttir Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Sjá meira
,,Lagið heitir I Told You og er skemmtilegt sumarlag sem er óþægilega auðvelt að fá á heilann,“ segir Rebekka Sif Stefánsdóttir um nýtt lag sem hún var að gefa út. „Það fjallar um stúlku sem er ekki alveg sannfærð að gefa ákveðnum dreng tækifæri til að heilla sig, en honum tekst það að lokum. Ég samdi það síðasta sumar þegar það var stanslaus rigning og grátt veður, þurfti í rauninni eitthvað til að hressa mig við.” Rebekka mun starfa í Skapandi sumarstarfi í Garðabæ í sumar. „Þar fæ ég tækifæri til þess að koma tónlistinni minni á framfæri, semja meira og skemmta bæjarbúum. Í starfinu er hópur sem verður að taka upp myndbönd í bænum í sumar en þau bjuggu til þetta æðislega textamyndband við lagið. En í honum eru Egill Friðriksson, Brendan Sigursson og Hulda Margrét Sigurðardóttir.” Hún stefnir að því að spila mikið í sumar og koma fram. „Maður er alltaf að safna efni í plötu sem verður að veruleika einn daginn. Fyrir Airwaves á síðasta ári gaf ég út lagið ,,Dusty Wind” sem var fyrsta lagið sem ég fékk í útvarpsspilun og það komst meira að segja inná Vinsældarlista Rásar 2 , sem var klikkað. Ég spilaði svo á 7 off-venue tónleikum og þá var gott að vera komin með eitthvað efni út. En ég ákvað að gefa út I Told You núna í sumar í von um að það létti fólki lund í ósumrinu hér á landi og kæti í þau fáu skipti sólin lætur sjá sig.” Rebekka hefur stundað ná við Tónlistarskóla FÍH síðustu tvö ár og stefnir á útskrift næsta vor í söng af jazz- og rokkbraut. „Ég tók burtfarapróf úr Tónlistarskóla Garðabæjar í klassískum söng 2012 og fór það haust í Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn, þannig ég er alveg búin að vera í stanslausri söngþjálfun í rauninni. Ég er líka að kenna söng hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu og Klifinu í Garðabæ. Það er yndislegt að vinna með börnum, sköpunargleðin er endalaus.” Myndbandið við lagið má sjá hér að neðan. Það var hópur sem kallar sig PRÆM TÆM sem bjó til myndbandið, en hann inniheldur unga hæfileikaríka Garðbæinga. Í laginu I Told You spilar Aron Andri Magnússon á gítar, Sindri Snær Thorlacius á bassa, Helgi Þorleiksson á trommur og Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn.
Mest lesið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fleiri fréttir Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Sjá meira