Varadómari settur á leiki til að koma í veg fyrir fleiri stór mistök Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 11:00 Það hjálpar ekki einbeitingu aðstoðardómara að þurfa einnig að sjá um bekkina, segir dómarastjóri KSÍ. vísir/stefán Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti