Enski boltinn

Fyrrverandi samherji Alfreðs til Gylfa og félaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nordfeldt stillir hér upp á nýja heimavellinum.
Nordfeldt stillir hér upp á nýja heimavellinum. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City hefur fest kaup á sænska markverðinum Kristoffer Nordfeldt frá Heerenveen í Hollandi.

Nordfeldt skrifaði undir þriggja ára samning við Swansea en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Svíanum er ætlað að berjast um markvarðarstöðuna hjá Swansea við Lukasz Fabianski sem kom til velska liðsins frá Arsenal fyrir síðasta tímabil.

Nordfeldt, sem er fyrrverandi samherji Alfreðs Finnbogasonar hjá Heerenveen, lék alla 38 deildarleiki hollenska liðsins á síðasta tímabili. Þá hefur hann leikið fimm landsleiki fyrir Svíþjóð.

Nordfeldt er þriðji leikmaðurinn sem Swansea fær í sumar á eftir Andre Ayew og Franck Tabanou.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×