Enski boltinn

Swansea enn að ná í leikmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Tabanou.
Franck Tabanou. Vísir/Getty
Franck Tabanou, varnarmaður hjá St. Etienne í Frakklandi, er nú í læknisskoðun hjá Swansea eftir því sem fram kemur í breskum fjölmiðlum.

Tabanou er 26 ára gamall og var nálægt því að fara til Swansea í janúar en viðræður sigldu þá í strand.

Umboðsmaður hans sagði að Tabanou væri búinn að ákveða sig og að hann vildi fara til Swansea. Talið er líklegt að hann skrifi undir þriggja eða fjögurra ára samning standist hann læknisskoðun.

Sóknarmaðurinn Andre Ayew kom til Swansea frá Marseille á dögunum og en ljóst er að forráðamenn Swansea ætla sér að mæta til leiks með öflugt lið þegar nýtt tímabil hefst í ágúst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×