Boðar frumvarp svo bæta megi túlkaþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:44 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/daníel „Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál. Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál.
Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30