Boðar frumvarp svo bæta megi túlkaþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:44 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/daníel „Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál. Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
„Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál.
Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30