Innlent

Segir Vigdísi hafa farið með rangt mál í sjónvarpsfréttum RÚV

Birgir Olgeirsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar.
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar.
„Laun túlka hafa langt því frá tvöfaldast,“ segir Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkur um ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, í kvöldfréttum Sjónvarpsins þar sem hún sagði Katrínu Jakobsdóttur hafa sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2013 ákveðið að hækka laun túlka úr rúmum fimm þúsund krónum í rúmar 10.000 krónur.

Vigdís sagði að það væri fyrri ríkisstjórn að kenna að túlkasjóðurinn væri tómur.

Árný segir Vigdísi hafa farið með rangt mál í kvöldfréttum Sjónvarpsins. „Árið 2013 var gjaldskrárhækkun túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra (SHH). SHH hafði í nokkur ár óskað eftir þessari hækkun en ekki fengið og af þeim sökum var rekstur stofnunarinnar orðinn neikvæður,“ segir Árný og tekur fram að laun túlka hafi langt því frá tvöfalds.

„Í dag eru byrjunarlaun háskólamenntaðra táknmálstúlka rétt um 300.000 krónur. Við erum að berjast fyrir því að menntun okkar verði metin til launa og að grunnlaun okkar hækki, eins og aðrar stéttir innan BHM, en við erum með þeim lægst launuðu innan BHM."

Sjá einnig: Túlkaþjónusta heyrnarlausra: Gjaldskrá hefur hækkað en ekki framlög ráðuneytisins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×