Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 21:01 Sigurður Guðmundsson og Sveinn Andri Sveinsson. Vísir/Ernir Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 yfir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn í átján mánuði. Hann sat í fangelsi í ár, þar sem hann lenti í slysi sem gerði hann að öryrkja. Sigurður hefur barist fyrir endurupptöku málsins síðan þá. Sigurður hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu og nú verður málið tekið upp að nýju. Lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, fór fram á endurupptöku þann 15. ágúst 2013. Endurupptökunefnd úrskurðaði í málinu í gær. Beiðnin byggir að miklu leyti á nýjum gögnum sem hefðu haft veruleg áhrif á niðurstöðu málsins hefðu þau komið í ljós áður en dæmt var í málinu. Þar að auki séu verulegar líkur leiddar að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin við meðferð málsins.Aðrar orsakir ekki útilokaðar Dr. Wayne Squier var fenginn til að leggja mat á hver væri líklegasta dánarorsök drengsins. Ef ekki væri hægt að kveða um það, var hann beðinn um að leggja mat á hvort hægt væri að útiloka að aðrar orsakir kynnu að hafa leitt drenginn til dauða. Hann komst ekki að niðurstöðu um dánarorsök. Hann sagði einnig að taugameinafræðileg einkenni hafi ekki verið ótilgreind í þeim hlutum sem hann kannaði og hefðu getað stafað af truflunum á blóðstreymi og/eða súrefnisflæði til heilans. Í þriðja lagi komst Squier að þeirri niðurstöðu að engin ótvíræð gögn hafi verið um högg og engin merki um áverka sem samsvari harkalegum hristingi. Þar að auki sagði hann að engar klínískar rannsóknir og krufning hafi sýnt fram á merki um ofbeldi eða gripför, mar eða rifsbeinsbrot. Það væri viðbúið ef níu mánaða barn væri hrist harkalega. Að lokum taldi hann að skoða þyrfti margar aðrar samanburðargreiningar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að mælingar og rannsóknir sem gætu hafa útilokað aðrar orsakir hafi ekki verið gerðar. Tengdar fréttir Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. 9. desember 2014 17:07 Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 yfir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn í átján mánuði. Hann sat í fangelsi í ár, þar sem hann lenti í slysi sem gerði hann að öryrkja. Sigurður hefur barist fyrir endurupptöku málsins síðan þá. Sigurður hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu og nú verður málið tekið upp að nýju. Lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, fór fram á endurupptöku þann 15. ágúst 2013. Endurupptökunefnd úrskurðaði í málinu í gær. Beiðnin byggir að miklu leyti á nýjum gögnum sem hefðu haft veruleg áhrif á niðurstöðu málsins hefðu þau komið í ljós áður en dæmt var í málinu. Þar að auki séu verulegar líkur leiddar að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin við meðferð málsins.Aðrar orsakir ekki útilokaðar Dr. Wayne Squier var fenginn til að leggja mat á hver væri líklegasta dánarorsök drengsins. Ef ekki væri hægt að kveða um það, var hann beðinn um að leggja mat á hvort hægt væri að útiloka að aðrar orsakir kynnu að hafa leitt drenginn til dauða. Hann komst ekki að niðurstöðu um dánarorsök. Hann sagði einnig að taugameinafræðileg einkenni hafi ekki verið ótilgreind í þeim hlutum sem hann kannaði og hefðu getað stafað af truflunum á blóðstreymi og/eða súrefnisflæði til heilans. Í þriðja lagi komst Squier að þeirri niðurstöðu að engin ótvíræð gögn hafi verið um högg og engin merki um áverka sem samsvari harkalegum hristingi. Þar að auki sagði hann að engar klínískar rannsóknir og krufning hafi sýnt fram á merki um ofbeldi eða gripför, mar eða rifsbeinsbrot. Það væri viðbúið ef níu mánaða barn væri hrist harkalega. Að lokum taldi hann að skoða þyrfti margar aðrar samanburðargreiningar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að mælingar og rannsóknir sem gætu hafa útilokað aðrar orsakir hafi ekki verið gerðar.
Tengdar fréttir Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. 9. desember 2014 17:07 Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. 9. desember 2014 17:07
Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28
Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45