Rússneskt seglskip sigldi utan í skip gæslunnar og laskaði þau Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júní 2015 17:44 Kruzenshtern siglir utan í skipin. mynd/Berghildur Erla Bernharðsdóttir Rússneska seglskipið Kruzenshtern hélt hélt úr Reykjavíkurhöfn í dag. Ekki gekk þó betur en svo að skipið rakst utan í varðskipin Þór og Tý sem voru í höfn. Bæði varðskipin löskuðust „Svona hlutir geta átt sér stað þegar stór skip eru að koma að bryggju eða fara. Það urðu engin meiðsl á neinum mönnum,“ segir Ásgrímur Ásgrímsson hjá Landhelgisgæslunni. „Það er búið að kalla til lögreglu og rannsóknarnefnd sjóslysa og verið að taka skýrslur af vitnum. „Hvorugt skipanna er að sökkva og það eru engar skemmdir fyrir neðan sjólínu. En það er tjón sem á eftir að meta. Það er áætlað að Þór fari í eftirlitsferð eftir helgi og við munum gera þær viðgerðir sem þarf til að það verði sjófært.“ Kruzenshtern kom einnig hingað til lands árið 2009 og var hér yfir helgi en tilefnið var meðal annars að 65 ár voru liðin frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kruzenshtern siglir utan í skip en í ágúst í fyrra sigldi skipið utan í sautján metra langt dráttarskip við Esjberg í Danmörku með þeim afleiðingum að síðarnefnda skipið sökk. Kruzenshtern var smíðað árið 1926 í Bremen í Þýskalandi en var gefið Rússum í lok síðari heimstyrjaldarinnar. Það siglir nú frá borginni Kalinigrad en sú borg taldist eitt sinn til Prússlands og hét þá Königsberg og var heimili heimspekingsins Immanuel Kant.seglskipRússneskt seglskip siglir á Varðskipin Týr og Þór í Reykjavíkurhöfn 11.júní 2015Posted by Magnús Stefán Sigurðsson on Thursday, 11 June 2015 Tengdar fréttir Kruzenshtern verður í Reykjavík næstu daga Hið fræga rússneska skip Kruzenshtern mun liggja við höfnina í Reykjavík dagana 6. - 9. ágúst næstkomandi. Skipið mun koma til Íslands, meðal annars til að fagna því að 65 ár eru liðin frá lokum Seinni heimstyrjaldarinnar. 5. ágúst 2009 11:28 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Rússneska seglskipið Kruzenshtern hélt hélt úr Reykjavíkurhöfn í dag. Ekki gekk þó betur en svo að skipið rakst utan í varðskipin Þór og Tý sem voru í höfn. Bæði varðskipin löskuðust „Svona hlutir geta átt sér stað þegar stór skip eru að koma að bryggju eða fara. Það urðu engin meiðsl á neinum mönnum,“ segir Ásgrímur Ásgrímsson hjá Landhelgisgæslunni. „Það er búið að kalla til lögreglu og rannsóknarnefnd sjóslysa og verið að taka skýrslur af vitnum. „Hvorugt skipanna er að sökkva og það eru engar skemmdir fyrir neðan sjólínu. En það er tjón sem á eftir að meta. Það er áætlað að Þór fari í eftirlitsferð eftir helgi og við munum gera þær viðgerðir sem þarf til að það verði sjófært.“ Kruzenshtern kom einnig hingað til lands árið 2009 og var hér yfir helgi en tilefnið var meðal annars að 65 ár voru liðin frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kruzenshtern siglir utan í skip en í ágúst í fyrra sigldi skipið utan í sautján metra langt dráttarskip við Esjberg í Danmörku með þeim afleiðingum að síðarnefnda skipið sökk. Kruzenshtern var smíðað árið 1926 í Bremen í Þýskalandi en var gefið Rússum í lok síðari heimstyrjaldarinnar. Það siglir nú frá borginni Kalinigrad en sú borg taldist eitt sinn til Prússlands og hét þá Königsberg og var heimili heimspekingsins Immanuel Kant.seglskipRússneskt seglskip siglir á Varðskipin Týr og Þór í Reykjavíkurhöfn 11.júní 2015Posted by Magnús Stefán Sigurðsson on Thursday, 11 June 2015
Tengdar fréttir Kruzenshtern verður í Reykjavík næstu daga Hið fræga rússneska skip Kruzenshtern mun liggja við höfnina í Reykjavík dagana 6. - 9. ágúst næstkomandi. Skipið mun koma til Íslands, meðal annars til að fagna því að 65 ár eru liðin frá lokum Seinni heimstyrjaldarinnar. 5. ágúst 2009 11:28 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Kruzenshtern verður í Reykjavík næstu daga Hið fræga rússneska skip Kruzenshtern mun liggja við höfnina í Reykjavík dagana 6. - 9. ágúst næstkomandi. Skipið mun koma til Íslands, meðal annars til að fagna því að 65 ár eru liðin frá lokum Seinni heimstyrjaldarinnar. 5. ágúst 2009 11:28