Enski boltinn

Liverpool hafnaði boði City í Sterling

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raheem Sterling í leik með Liverpool.
Raheem Sterling í leik með Liverpool. Vísir/Getty
Manchester City lagði fram tilboð í sóknarmanninn Raheem Sterling hjá Liverpool en félagið hafnaði því.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum bauð City 25 milljónir punda, rúma fimm milljarða króna í Sterling. Liverpool er hins vegar sagt verðmeta Sterling á 50 milljónir punda.

Sterling er samningsbundinn Liverpool í tvö ár í viðbót en hafnaði í vetur tilboði frá félaginu sem hefði tryggt honum 100 þúsund pund í vikulaun.

Brendan Rodgers, stjóri félagsins, hefur áður sagt að hann reikni með því að Sterling spili með Liverpool út samningstímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×