Enski boltinn

Liverpool búið að semja við Milner

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James Milner færir sig um set.
James Milner færir sig um set. vísir/getty
Liverpool fær góðan liðsstyrk í sumar því félagið hefur samið við enska miðjumanninum James Milner frá Manchester City.

Heimasíða félagsins greinir frá því í morgun að Liverpool hafi gengið frá samningum við Milner um kaup og kjör.

Standist hann læknisskoðun hjá Liverpool, sem búist er við, gengur hann í raðir liðsins 1. júlí þegar samningur hans við Man. City rennur út.

þessi 29 ára gamli leikmaður hefur unnið tvo Englandsmeistaratitla með Manchester City á fimm árum með félaginu, en hann á að baki 53 landsleiki fyrir England.

Hann hefur áður spilað með Leeds, Newcastle og Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×