Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2015 16:45 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/vilhelm Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36