Stöðvaður í millilendingu en ætlar að dvelja á Íslandi til æviloka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 15. júní 2015 20:00 Þrjátíu og tveir einstaklingar verða íslenskir ríkisborgarar samkvæmt nýju frumvarpi sem bíður afgreiðslu Alþingis. Þær eru ólíkar sögurnar á bak við listann með nöfnum nýrra ríkisborgara, en margir hafa þurft að berjast fyrir þessum áfanga með blóði svita og tárum, þrátt fyrir að koma úr aðstæðum sem oft og tíðum eru skelfilegar. Meðal þeirra einstaklinga sem er að finna á listanum yfir nýja ríkisborgara sem bíða samþykktar Alþingis er Hassan Raza Akbari frá Afganistan. Hassan var á leið til Kanada en millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Hann var þá nauðbeygður að sækja um hæli hér þótt hann hefði stefnt vestur um haf. Hazann stakk af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hazann var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann segir engan vafa leika á því að hér ætli hann að dvelja til æviloka, hann líti á sig sem Íslending og Ísland sé hans heimaland. Hann segist þakklátur og ætlar að halda uppá daginn þegar Alþingi afgreiðir málið. Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Þrjátíu og tveir einstaklingar verða íslenskir ríkisborgarar samkvæmt nýju frumvarpi sem bíður afgreiðslu Alþingis. Þær eru ólíkar sögurnar á bak við listann með nöfnum nýrra ríkisborgara, en margir hafa þurft að berjast fyrir þessum áfanga með blóði svita og tárum, þrátt fyrir að koma úr aðstæðum sem oft og tíðum eru skelfilegar. Meðal þeirra einstaklinga sem er að finna á listanum yfir nýja ríkisborgara sem bíða samþykktar Alþingis er Hassan Raza Akbari frá Afganistan. Hassan var á leið til Kanada en millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Hann var þá nauðbeygður að sækja um hæli hér þótt hann hefði stefnt vestur um haf. Hazann stakk af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hazann var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann segir engan vafa leika á því að hér ætli hann að dvelja til æviloka, hann líti á sig sem Íslending og Ísland sé hans heimaland. Hann segist þakklátur og ætlar að halda uppá daginn þegar Alþingi afgreiðir málið.
Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira