Stöðvaður í millilendingu en ætlar að dvelja á Íslandi til æviloka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 15. júní 2015 20:00 Þrjátíu og tveir einstaklingar verða íslenskir ríkisborgarar samkvæmt nýju frumvarpi sem bíður afgreiðslu Alþingis. Þær eru ólíkar sögurnar á bak við listann með nöfnum nýrra ríkisborgara, en margir hafa þurft að berjast fyrir þessum áfanga með blóði svita og tárum, þrátt fyrir að koma úr aðstæðum sem oft og tíðum eru skelfilegar. Meðal þeirra einstaklinga sem er að finna á listanum yfir nýja ríkisborgara sem bíða samþykktar Alþingis er Hassan Raza Akbari frá Afganistan. Hassan var á leið til Kanada en millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Hann var þá nauðbeygður að sækja um hæli hér þótt hann hefði stefnt vestur um haf. Hazann stakk af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hazann var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann segir engan vafa leika á því að hér ætli hann að dvelja til æviloka, hann líti á sig sem Íslending og Ísland sé hans heimaland. Hann segist þakklátur og ætlar að halda uppá daginn þegar Alþingi afgreiðir málið. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þrjátíu og tveir einstaklingar verða íslenskir ríkisborgarar samkvæmt nýju frumvarpi sem bíður afgreiðslu Alþingis. Þær eru ólíkar sögurnar á bak við listann með nöfnum nýrra ríkisborgara, en margir hafa þurft að berjast fyrir þessum áfanga með blóði svita og tárum, þrátt fyrir að koma úr aðstæðum sem oft og tíðum eru skelfilegar. Meðal þeirra einstaklinga sem er að finna á listanum yfir nýja ríkisborgara sem bíða samþykktar Alþingis er Hassan Raza Akbari frá Afganistan. Hassan var á leið til Kanada en millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Hann var þá nauðbeygður að sækja um hæli hér þótt hann hefði stefnt vestur um haf. Hazann stakk af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hazann var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann segir engan vafa leika á því að hér ætli hann að dvelja til æviloka, hann líti á sig sem Íslending og Ísland sé hans heimaland. Hann segist þakklátur og ætlar að halda uppá daginn þegar Alþingi afgreiðir málið.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira