„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. júní 2015 10:46 Guðfinna Jóhanna Guðmunsdóttir hefur áhyggjur af börnunum vegna mótmælanna á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015
Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent