„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. júní 2015 10:46 Guðfinna Jóhanna Guðmunsdóttir hefur áhyggjur af börnunum vegna mótmælanna á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira