Lífið

Amy Winehouse tónleikar á Gauknum

Stefán Árni Pálsson skrifar
: Brynjar Páll Björsson - bassaleikari, Atli Þór Kristinsson - gítarleikari, Anna Sóley Ásmundsdóttir - söngkona, Pétur Daníel Pétursson - trommuleikari og að lokum sjálf Amy.
: Brynjar Páll Björsson - bassaleikari, Atli Þór Kristinsson - gítarleikari, Anna Sóley Ásmundsdóttir - söngkona, Pétur Daníel Pétursson - trommuleikari og að lokum sjálf Amy.
Blásið verður til Amy Winehouse tónleika á Gauknum þann 18. júní. Bandið er saman sett með tilliti til tónleikaferðar Amy í kjölfar Back to Black en sú plata færði söngkonunni fimm Grammy verðlaun.

Þar eru lög á borð við Rehab, You Know I’m No Good og Back to Black. Aðallega verða flutt lög af þeirri plötu en einnig verða spiluð nokkur lög af fyrri plötunni Frank og lög sem ekki komu út á stúdíóplötu.

Í hljómsveitinni eru:

Anna Sóley - söngur

Brynjar Páll Björnsson – bassi

Baldvin Snær Hlynsson-hljómborð/píanó

Pétur Daníel Pétursson – trommur

Atli Þór Kristinsson – gítar

Elvar Bragi Kristjónsson – trompet

Sólveig Morávek – tenórsax

Albert Sölvi Óskarsson – barítónsax

Sara Blandon Pennycook – raddir

Anna Dúna Halldórsdóttir – raddir

Tónleikarnir hefjast kl 22:00 en húsið opnar kl 21:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×