„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. júní 2015 10:46 Guðfinna Jóhanna Guðmunsdóttir hefur áhyggjur af börnunum vegna mótmælanna á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira