Enski boltinn

Man City hækkaði tilboð sitt í Raheem Sterling

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. Vísir/Getty
Manchester City hefur sent Liverpool nýtt tilboð í enska landsliðsmanninn Raheem Sterling samkvæmt frétt á BBC og er nú tilbúið að borga 35,5 milljónir punda fyrir þennan tvítuga leikmann.

Það er ekki búist við öðru en að Liverpool hafni þessu tilboði eins og því sem kom frá City í síðustu viku sem var tíu milljón pundum lægra.

Raheem Sterling hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Real Madrid en Liverpool vill fá fimmtíu milljónir punda fyrir leikmanninn.

Samkvæmt þessu nýja tilboði þá gæti Liverpool fengið á endanum nærri því 40 milljónir punda fyrir Sterling nái hann ákveðnum árangri sem leikmaður Manchester City.

Raheem Sterling kom til Liverpool frá Queens Park Rangers árið 2010 og er með samning við Liverpool til ársins 2017. Hann hefur þegar hafnað nýjum samningi frá Liverpool þar sem að hann átti að fá 100 þúsund pund á viku eða meira en 20 milljónir íslenskra króna.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði um það í síðasta mánuði að hann reikni með því að Raheem Sterling spili með Liverpool út samningstímans sem þýðir tvö tímabil í viðbót.

Raheem Sterling var með 7 mörk og 8 stoðsendingar í 35 leikjum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en tímabilið á undan bauð hann upp á 9 mörk og 7 stoðsendingar í 33 leikjum.


Tengdar fréttir

Liverpool hefði orðið enskur meistari

Chelsea vann ensku úrvalsdeildina á nýloknu tímabili og Liverpool var ekki mikið að blanda sér í toppbaráttuna eins og leiktíðina á undan. Það er samt hægt að uppreikna Liverpool-liðið alla leið upp í toppsætið.

Hodgson: Hef enn trú á Sterling

Þrátt fyrir allt fjaðrafokið í kringum Raheem Sterling hefur Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, ekki misst trú á þessum tvítuga leikmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×