Enski boltinn

Hodgson: Hef enn trú á Sterling

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling sýndi lítið gegn Írlandi.
Sterling sýndi lítið gegn Írlandi. vísir/getty
Þrátt fyrir allt fjaðrafokið í kringum Raheem Sterling hefur Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, ekki misst trú á þessum tvítuga leikmanni.

„Það er mikið af neikvæðum fréttum um hann í fjölmiðlum en ég mun halda áfram að nota hann í landsliðinu,“ sagði Hodgson um Sterling sem vill fara frá Liverpool eins og frægt er orðið.

England gerði markalaust jafntefli við Írland í Dublin í vináttulandsleik í gær þar sem Sterling fékk að heyra það frá áhorfendum.

„Hann hefur gert frábæra hluti með enska landsliðinu. Hann náði sér kannski ekki á strik gegn Írum en það þarf mikið að gerast til að við missum trú á honum.

„Það er varla hægt að búast við því að fólk taki ekki svona gagnrýni nærri sér. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í að hlusta ekki á gagnrýnina og láta verkin tala inni á vellinum.

„En hann sá það í leiknum gegn Írlandi að hann þarf að leggja enn harðar að sér og vera með enn breiðara bak en hann er með þessa stundina,“ sagði Hodgson en England mætir Slóveníu á Wembley í undankeppni EM 2016 á sunnudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×