Enski boltinn

Ég hef meiri áhuga á hæfileikum hans en samningaviðræðum

Raheem Sterling er mikið á milli tannanna á fólki þessa dagana.
Raheem Sterling er mikið á milli tannanna á fólki þessa dagana. vísir/afp
England mætir Slóveníu á útivelli í undankeppni EM á morgun. Roy Hodgson, þjálfari Englendinga, hefur ekki áhyggjur af því að Raheem Sterling verði með hugan við eitthvað annað en leikinn.

Sterling hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna hugsanlegs brotthvarfs frá Liverpool en írskir stuðningsmenn bauluðu á Sterling í leik Englands og Írlands fyrr í vikunni.

"Ég held að það sé nokkuð algengt að stuðningsmenn bauli á leikmenn andstæðinganna. Ég myndi hafa áhyggjur ef þetta hefðu verið enskir stuðningsmenn. En jafnvel þó svo væri, þá myndi ég ekki hafa áhyggjur af fótboltahæfileikum hans. Ég hef meiri áhuga á hæfileikum hans en samningaviðræðum hans," segir Roy Hodgson.

England er með fimm sigra eftir fimm leiki í E-riðli og þrátt fyrir að aðeins sé liðið ár frá því að England komst ekki upp úr riðli sínum á HM telur Hodgson framtíðina vera bjarta hjá enska liðinu.

"Þetta er mikið breytt lið frá því liði sem við vorum með fyrir ári síðan. Mér finnst þetta vera spennandi lið, mér finnst þetta vera lið sem getur enn tekið miklum framförum og ég held að þetta sé lið sem muni vaxa og verða betra," segir Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×