Enski boltinn

Liverpool hefði orðið enskur meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling og Steven Gerrard fagna hér marki.
Raheem Sterling og Steven Gerrard fagna hér marki. Vísir/Getty
Chelsea vann ensku úrvalsdeildina á nýloknu tímabili og Liverpool var ekki mikið að blanda sér í toppbaráttuna eins og leiktíðina á undan. Það er samt hægt að uppreikna Liverpool-liðið alla leið upp í toppsætið.

Liverpool hefði nefnilega orðið ensku meistari ef aðeins mörk enskra leikmanna hefðu talið en Englandsmeistarar Chelsea hefði aftur á móti rétt sloppið við fall.  Það er Sky Sports sem tók þessa athyglisverðu tölfræði saman.

Liverpool hefði þá verið með 71 stig eða fimm stigum meira en liðið var með þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni lauk í vor. Chelsea hefði tapað heilum fimmtán stigum og endaði í 16. sæti.

Liverpool hefði meira að segja unnið öruggan sigur í deildinni því næstu tvö lið, Crystal Palace og Tottenham, eru bæði með níu stigum færra, í þessari sérstöku töflu. Palace endaði í 10. sæti í raunverulegu töflunni og er því að hækka sig um átta sæti.

Liverpool endaði í sjötta sæti deildinni og er því að hækka sig um fimm sæti. Arsenal lækkar um þrjú sæti niður í það sjötta og Manchester City fer alla leið niður um níu sæti í sæti númer ellefu.

Ekkert lið lækkar sig þó meira en lærisveinar Jose Mourinho sem hefðu hrunið niður um fimmtán sæti hefðu aðeins ensku mörkin talið. John Terry (fimm) og Gary Cahill (eitt) voru einu ensku leikmennirnir sem skoruðu fyrir meistarana á leiktíðinni.

Queens Park Rangers féll úr deildinni í vor en þeir hefðu endaði í áttunda sæti ef mörk erlendra leikmanna hefðu verið þurrkuð út.

69 prósent marka Liverpool-liðsins voru skoruð af enskum leikmönnum þriðjungur þeirra frá þeim Raheem Sterling eða Steven Gerrard.

Það hjálpar vissulega Tottenham mikið í þessum útreikningi að liðið var með Harry Kane, sem skoraði 21 mark í ensku úrvalsdeildinni og varð markahæsti enski leikmaðurinn.



Röð liða ef aðeins ensku mörkin hefðu talið:

1. Liverpool 71

2. Crystal Palace 62

3. Tottenham 62

4. Manchester United 58

5. Sunderland 55

6. Arsenal 53

7. West Ham 53

8. Queens Park Rangers 52

9. Everton 50

10. West Brom 50

11. Manchester City 48

12. Swansea 45

13. Stoke 41

14. Aston Villa 39

15. Southampton 38

16. Chelsea 37

17. Leicester 37

18. Burnley 36

19. Newcastle 33

20. Hull 24




Fleiri fréttir

Sjá meira


×