Innlent

Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórn FÍH telur að lögin stangist á við réttindi þau sem félagið og félagsmenn þess njóta samkvæmt stjórnarskránni og alþjóðlegum sáttmálum.
Stjórn FÍH telur að lögin stangist á við réttindi þau sem félagið og félagsmenn þess njóta samkvæmt stjórnarskránni og alþjóðlegum sáttmálum. Vísir/Vilhelm

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða dómsmál gegn íslenska ríkinu. Stjórn FÍH ákvað á fundi í dag að fela lögmanni félagsins að höfða mál vegna lagasetningar stjórnvalda. Lögin gerðu verkfallsaðgerðir FÍH óheimilar.

Í tilkynningu frá félaginu segir að tilgangur málshöfðunarinnar verði að fá lögunum hnekkt og fá viðurkennt að FÍH njóti verkfallsréttar og samningafrelsis hvað varði hjúkrunarfræðinga í starfi hjá ríkinu.

„Stjórn FÍH telur að lögin stangist á við réttindi þau sem félagið og félagsmenn þess njóta samkvæmt stjórnarskránni og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er skuldbundið af, meðal annars mannréttindasáttmála Evrópu.“

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.