Innlent

Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórn FÍH telur að lögin stangist á við réttindi þau sem félagið og félagsmenn þess njóta samkvæmt stjórnarskránni og alþjóðlegum sáttmálum.
Stjórn FÍH telur að lögin stangist á við réttindi þau sem félagið og félagsmenn þess njóta samkvæmt stjórnarskránni og alþjóðlegum sáttmálum. Vísir/Vilhelm
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða dómsmál gegn íslenska ríkinu. Stjórn FÍH ákvað á fundi í dag að fela lögmanni félagsins að höfða mál vegna lagasetningar stjórnvalda. Lögin gerðu verkfallsaðgerðir FÍH óheimilar.

Í tilkynningu frá félaginu segir að tilgangur málshöfðunarinnar verði að fá lögunum hnekkt og fá viðurkennt að FÍH njóti verkfallsréttar og samningafrelsis hvað varði hjúkrunarfræðinga í starfi hjá ríkinu.

„Stjórn FÍH telur að lögin stangist á við réttindi þau sem félagið og félagsmenn þess njóta samkvæmt stjórnarskránni og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er skuldbundið af, meðal annars mannréttindasáttmála Evrópu.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×