Enski boltinn

Wenger ætlar ekki að berjast um dýrustu bitana á markaðnum í sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger heldur þétt um veskið.
Arsene Wenger heldur þétt um veskið. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri bikarmeistara Arsenal, segist ekki ætla keppast um eftirsóttustu leikmennina á markaðnum í sumar.

Wenger ætlar að rífa upp veskið eins og undanfarin ár, en engar stjarnfræðilegar upphæðir verða borgaðar fyrir leikmenn eins og Paul Pogba og Gareth Bale, verði þeir til sölu.

„Við förum ekki í það kapphlaup af fjárhagslegum ástæðum,“ segir Wenger. „Fólk gleymir að í mörg ár þurfum við að selja okkar bestu leikmenn og það var sárt. En sú var raunin.“

„Síðan við gátum farið að kaupa fyrir alvöru aftur erum við orðnir samkeppnishæfari, en við munum ekki borga neinar ævintýralegar upphæðir.“

Wenger segist vilja fá gæði fyrir peninginn sem hann eyðir og bendir á leikmenn eins og Santi Cazorla og Francis Coquelin sem hann sagði vera mann leiksins í bikarúrslitaleiknum.

„Ég hef ekkert á móti því að eyða peningum, það hef ég sýnt undanfarin misseri. En ég vil fá gæði fyrir það sem ég eyði. Ég einblíni mun meira á gæðin,“ segir Arsene Wenger.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×