Walcott: Verðum að stefna á meistaratitilinn á næsta tímabili Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2015 06:30 Arsenal er sigursælasta lið í sögu ensku bikarkeppninnar. vísir/getty „Við höfum sýnt að við erum alvöru lið og ráðum við að spila undir pressu. Ég vil óska leikmönnunum, starfsliðinu og stuðningsmönnunum til hamingju. Við erum í skýjunum,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, glaðbeittur eftir öruggan sigur Skyttanna á Aston Villa í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem Arsenal vinnur ensku bikarkeppnina en Skytturnar þurftu að hafa mun meira fyrir hlutunum í úrslitaleiknum gegn Hull City fyrir ári síðan. Þá var Arsenal 2-0 undir eftir átta mínútna leik en lærisveinum Wengers tókst að snúa dæminu sér í vil, jafna metin og svo tryggði Aaron Ramsey Arsenal sigurinn með marki í framlengingu. Arsenal hefur nú unnið bikarkeppnina tólf sinnum, oftast allra liða, en Skytturnar hafa unnið sex af þessum tólf titlum undir stjórn Wengers. Frakkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal frá 1996, er orðinn sigursælasti stjórinn í sögu bikarkeppninnar, ásamt George Ramsay sem stýrði Aston Villa til sex bikartitla á sínum tíma. Arsenal hafði öll völd á vellinum á laugardaginn, allt frá fyrstu mínútu, og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Villa-menn, sem slógu Liverpool út í undanúrslitunum, mættu einfaldlega ofjörlum sínum á laugardaginn. Til marks um það átti liðið ekki skot á markið og fékk enga hornspyrnu í leiknum. Þeirra hættulegasti sóknarmaður, Christian Benteke, var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal og aðrir leikmenn Villa komust lítt áleiðis. Það tók Arsenal samt sem áður 40 mínútur að brjóta ísinn. Það gerði Theo Walcott með föstu skoti eftir fyrirgjöf Nachos Monreal og skalla Alexis Sánchez þvert fyrir markið. Walcott, sem skoraði þrennu gegn West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Olivers Giroud og hann þakkaði Wenger traustið með þessu fallega marki. Eftir leikinn sagði Walcott að Arsenal ætti að setja stefnuna á Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili en Skytturnar hafa ekki unnið þann stóra síðan 2004: „Við verðum að stefna á að vinna Englandsmeistaratitilinn á næsta ári. Við erum búnir að vinna bikarinn tvö ár í röð en Arsenal hefur sjaldan verið með svona öflugan leikmannahóp svo við ættum að ná lengra,“ sagði Walcott. Seinni hálfleikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Sánchez tvöfaldaði forystu Arsenal með frábæru skoti af löngu færi í slá og inn. Shay Given, hinn 39 ára gamli markvörður Villa, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var skotið fast og mikill snúningur á boltanum. Þetta var 25. mark Sánchez á tímabilinu en hann hefur heldur betur staðið undir væntingum á sínu fyrsta tímabili á Emirates. Per Mertescker skoraði þriðja markið á 62. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Santís Cazorla og varamaðurinn Giroud negldi svo síðasta naglann í kistu Villa þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42 Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00 Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00 Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24 Slær Arsenal metið? Arsenal getur unnið sinn tólfta bikarmeistaratitil. 30. maí 2015 11:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
„Við höfum sýnt að við erum alvöru lið og ráðum við að spila undir pressu. Ég vil óska leikmönnunum, starfsliðinu og stuðningsmönnunum til hamingju. Við erum í skýjunum,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, glaðbeittur eftir öruggan sigur Skyttanna á Aston Villa í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem Arsenal vinnur ensku bikarkeppnina en Skytturnar þurftu að hafa mun meira fyrir hlutunum í úrslitaleiknum gegn Hull City fyrir ári síðan. Þá var Arsenal 2-0 undir eftir átta mínútna leik en lærisveinum Wengers tókst að snúa dæminu sér í vil, jafna metin og svo tryggði Aaron Ramsey Arsenal sigurinn með marki í framlengingu. Arsenal hefur nú unnið bikarkeppnina tólf sinnum, oftast allra liða, en Skytturnar hafa unnið sex af þessum tólf titlum undir stjórn Wengers. Frakkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal frá 1996, er orðinn sigursælasti stjórinn í sögu bikarkeppninnar, ásamt George Ramsay sem stýrði Aston Villa til sex bikartitla á sínum tíma. Arsenal hafði öll völd á vellinum á laugardaginn, allt frá fyrstu mínútu, og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Villa-menn, sem slógu Liverpool út í undanúrslitunum, mættu einfaldlega ofjörlum sínum á laugardaginn. Til marks um það átti liðið ekki skot á markið og fékk enga hornspyrnu í leiknum. Þeirra hættulegasti sóknarmaður, Christian Benteke, var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal og aðrir leikmenn Villa komust lítt áleiðis. Það tók Arsenal samt sem áður 40 mínútur að brjóta ísinn. Það gerði Theo Walcott með föstu skoti eftir fyrirgjöf Nachos Monreal og skalla Alexis Sánchez þvert fyrir markið. Walcott, sem skoraði þrennu gegn West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Olivers Giroud og hann þakkaði Wenger traustið með þessu fallega marki. Eftir leikinn sagði Walcott að Arsenal ætti að setja stefnuna á Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili en Skytturnar hafa ekki unnið þann stóra síðan 2004: „Við verðum að stefna á að vinna Englandsmeistaratitilinn á næsta ári. Við erum búnir að vinna bikarinn tvö ár í röð en Arsenal hefur sjaldan verið með svona öflugan leikmannahóp svo við ættum að ná lengra,“ sagði Walcott. Seinni hálfleikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Sánchez tvöfaldaði forystu Arsenal með frábæru skoti af löngu færi í slá og inn. Shay Given, hinn 39 ára gamli markvörður Villa, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var skotið fast og mikill snúningur á boltanum. Þetta var 25. mark Sánchez á tímabilinu en hann hefur heldur betur staðið undir væntingum á sínu fyrsta tímabili á Emirates. Per Mertescker skoraði þriðja markið á 62. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Santís Cazorla og varamaðurinn Giroud negldi svo síðasta naglann í kistu Villa þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42 Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00 Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00 Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24 Slær Arsenal metið? Arsenal getur unnið sinn tólfta bikarmeistaratitil. 30. maí 2015 11:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42
Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00
Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00
Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24