Walcott: Verðum að stefna á meistaratitilinn á næsta tímabili Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2015 06:30 Arsenal er sigursælasta lið í sögu ensku bikarkeppninnar. vísir/getty „Við höfum sýnt að við erum alvöru lið og ráðum við að spila undir pressu. Ég vil óska leikmönnunum, starfsliðinu og stuðningsmönnunum til hamingju. Við erum í skýjunum,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, glaðbeittur eftir öruggan sigur Skyttanna á Aston Villa í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem Arsenal vinnur ensku bikarkeppnina en Skytturnar þurftu að hafa mun meira fyrir hlutunum í úrslitaleiknum gegn Hull City fyrir ári síðan. Þá var Arsenal 2-0 undir eftir átta mínútna leik en lærisveinum Wengers tókst að snúa dæminu sér í vil, jafna metin og svo tryggði Aaron Ramsey Arsenal sigurinn með marki í framlengingu. Arsenal hefur nú unnið bikarkeppnina tólf sinnum, oftast allra liða, en Skytturnar hafa unnið sex af þessum tólf titlum undir stjórn Wengers. Frakkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal frá 1996, er orðinn sigursælasti stjórinn í sögu bikarkeppninnar, ásamt George Ramsay sem stýrði Aston Villa til sex bikartitla á sínum tíma. Arsenal hafði öll völd á vellinum á laugardaginn, allt frá fyrstu mínútu, og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Villa-menn, sem slógu Liverpool út í undanúrslitunum, mættu einfaldlega ofjörlum sínum á laugardaginn. Til marks um það átti liðið ekki skot á markið og fékk enga hornspyrnu í leiknum. Þeirra hættulegasti sóknarmaður, Christian Benteke, var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal og aðrir leikmenn Villa komust lítt áleiðis. Það tók Arsenal samt sem áður 40 mínútur að brjóta ísinn. Það gerði Theo Walcott með föstu skoti eftir fyrirgjöf Nachos Monreal og skalla Alexis Sánchez þvert fyrir markið. Walcott, sem skoraði þrennu gegn West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Olivers Giroud og hann þakkaði Wenger traustið með þessu fallega marki. Eftir leikinn sagði Walcott að Arsenal ætti að setja stefnuna á Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili en Skytturnar hafa ekki unnið þann stóra síðan 2004: „Við verðum að stefna á að vinna Englandsmeistaratitilinn á næsta ári. Við erum búnir að vinna bikarinn tvö ár í röð en Arsenal hefur sjaldan verið með svona öflugan leikmannahóp svo við ættum að ná lengra,“ sagði Walcott. Seinni hálfleikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Sánchez tvöfaldaði forystu Arsenal með frábæru skoti af löngu færi í slá og inn. Shay Given, hinn 39 ára gamli markvörður Villa, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var skotið fast og mikill snúningur á boltanum. Þetta var 25. mark Sánchez á tímabilinu en hann hefur heldur betur staðið undir væntingum á sínu fyrsta tímabili á Emirates. Per Mertescker skoraði þriðja markið á 62. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Santís Cazorla og varamaðurinn Giroud negldi svo síðasta naglann í kistu Villa þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42 Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00 Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00 Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24 Slær Arsenal metið? Arsenal getur unnið sinn tólfta bikarmeistaratitil. 30. maí 2015 11:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
„Við höfum sýnt að við erum alvöru lið og ráðum við að spila undir pressu. Ég vil óska leikmönnunum, starfsliðinu og stuðningsmönnunum til hamingju. Við erum í skýjunum,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, glaðbeittur eftir öruggan sigur Skyttanna á Aston Villa í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem Arsenal vinnur ensku bikarkeppnina en Skytturnar þurftu að hafa mun meira fyrir hlutunum í úrslitaleiknum gegn Hull City fyrir ári síðan. Þá var Arsenal 2-0 undir eftir átta mínútna leik en lærisveinum Wengers tókst að snúa dæminu sér í vil, jafna metin og svo tryggði Aaron Ramsey Arsenal sigurinn með marki í framlengingu. Arsenal hefur nú unnið bikarkeppnina tólf sinnum, oftast allra liða, en Skytturnar hafa unnið sex af þessum tólf titlum undir stjórn Wengers. Frakkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal frá 1996, er orðinn sigursælasti stjórinn í sögu bikarkeppninnar, ásamt George Ramsay sem stýrði Aston Villa til sex bikartitla á sínum tíma. Arsenal hafði öll völd á vellinum á laugardaginn, allt frá fyrstu mínútu, og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Villa-menn, sem slógu Liverpool út í undanúrslitunum, mættu einfaldlega ofjörlum sínum á laugardaginn. Til marks um það átti liðið ekki skot á markið og fékk enga hornspyrnu í leiknum. Þeirra hættulegasti sóknarmaður, Christian Benteke, var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal og aðrir leikmenn Villa komust lítt áleiðis. Það tók Arsenal samt sem áður 40 mínútur að brjóta ísinn. Það gerði Theo Walcott með föstu skoti eftir fyrirgjöf Nachos Monreal og skalla Alexis Sánchez þvert fyrir markið. Walcott, sem skoraði þrennu gegn West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Olivers Giroud og hann þakkaði Wenger traustið með þessu fallega marki. Eftir leikinn sagði Walcott að Arsenal ætti að setja stefnuna á Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili en Skytturnar hafa ekki unnið þann stóra síðan 2004: „Við verðum að stefna á að vinna Englandsmeistaratitilinn á næsta ári. Við erum búnir að vinna bikarinn tvö ár í röð en Arsenal hefur sjaldan verið með svona öflugan leikmannahóp svo við ættum að ná lengra,“ sagði Walcott. Seinni hálfleikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Sánchez tvöfaldaði forystu Arsenal með frábæru skoti af löngu færi í slá og inn. Shay Given, hinn 39 ára gamli markvörður Villa, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var skotið fast og mikill snúningur á boltanum. Þetta var 25. mark Sánchez á tímabilinu en hann hefur heldur betur staðið undir væntingum á sínu fyrsta tímabili á Emirates. Per Mertescker skoraði þriðja markið á 62. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Santís Cazorla og varamaðurinn Giroud negldi svo síðasta naglann í kistu Villa þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42 Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00 Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00 Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24 Slær Arsenal metið? Arsenal getur unnið sinn tólfta bikarmeistaratitil. 30. maí 2015 11:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42
Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00
Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00
Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24