MagnusMaria: Ný norræn ópera um mannréttindi og réttinn til að vera þú sjálfur Stefán Árni Pálsson skrifar 2. júní 2015 19:00 Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. MagnusMaria er ný norræn ópera sem fjallar um mannréttindi, samkynhneigð og trans, með sterka skírskotun í samfélag nútímans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Hún segir ótrúlega en sanna sögu Mariu sem fæddist á 17.öld og var ákveðin í að lifa lífi sínu sem sjálfstæð persóna og tónlistarmaðurinn Magnus. Hún fylgir hjarta sínu og tekur afleiðingum gjörða sinna stolt. Þegar hún er ákærð fyrir að villa á sér heimildir, spyr dómarinn hana hvort hún sé meiri kona eða maður. Hún svarar því til að hún sé bæði kona og maður, en þó frekar maður. Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. Lífshlaup hennar hófst á seinni hluta 17. aldar í Föglö á Álandseyjum og endaði nokkrum áratugum síðar í Stokkhólmi. Einvalalið norrænna listamanna kemur að sýningunni. Tónlistin í MagnusMariu er eftir Karólínu Eiríksdóttir við líbrettó Katarinu Gäddnäs. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing frá Finnlandi sem nýverið stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands (sú fimmta í röðinni af kvenstjórnendum) og leikstjóri er Suzanne Osten, sem er einn af þekktustu og framsæknustu leikstjórum Svíþjóðar. Er hún þekkt fyrir að umturna þeim verkum er hún leikstýrir og setja þau fram á nýstárlegan og spennandi hátt. Ásgerður Júníusdóttir fer með eitt af hlutverkunum í MagnusMariu ásamt hópi skandinavískra söng- og leikkvenna. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni ræða þær Karólína Eiríksdóttir og Ásgerður Júníusdóttir um sýninguna. MagnusMaria var heimsfrumflutt á Álandseyjum árið 2014 og í kjölfarið í Jakobstad í Finnlandi, Folkoperan í Stokkhólmi og í Borgarleikhúsinu í Espoo í Finnlandi. Óperan hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Þessa dagana eru að byrja sýningar á MagnusMariu við Þjóðaróperuna í Osló og í Ystads Teater í Svíþjóð. Óperan er flutt á sænsku með texta. Listahátíð í Reykjavík Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
MagnusMaria er ný norræn ópera sem fjallar um mannréttindi, samkynhneigð og trans, með sterka skírskotun í samfélag nútímans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Hún segir ótrúlega en sanna sögu Mariu sem fæddist á 17.öld og var ákveðin í að lifa lífi sínu sem sjálfstæð persóna og tónlistarmaðurinn Magnus. Hún fylgir hjarta sínu og tekur afleiðingum gjörða sinna stolt. Þegar hún er ákærð fyrir að villa á sér heimildir, spyr dómarinn hana hvort hún sé meiri kona eða maður. Hún svarar því til að hún sé bæði kona og maður, en þó frekar maður. Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. Lífshlaup hennar hófst á seinni hluta 17. aldar í Föglö á Álandseyjum og endaði nokkrum áratugum síðar í Stokkhólmi. Einvalalið norrænna listamanna kemur að sýningunni. Tónlistin í MagnusMariu er eftir Karólínu Eiríksdóttir við líbrettó Katarinu Gäddnäs. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing frá Finnlandi sem nýverið stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands (sú fimmta í röðinni af kvenstjórnendum) og leikstjóri er Suzanne Osten, sem er einn af þekktustu og framsæknustu leikstjórum Svíþjóðar. Er hún þekkt fyrir að umturna þeim verkum er hún leikstýrir og setja þau fram á nýstárlegan og spennandi hátt. Ásgerður Júníusdóttir fer með eitt af hlutverkunum í MagnusMariu ásamt hópi skandinavískra söng- og leikkvenna. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni ræða þær Karólína Eiríksdóttir og Ásgerður Júníusdóttir um sýninguna. MagnusMaria var heimsfrumflutt á Álandseyjum árið 2014 og í kjölfarið í Jakobstad í Finnlandi, Folkoperan í Stokkhólmi og í Borgarleikhúsinu í Espoo í Finnlandi. Óperan hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Þessa dagana eru að byrja sýningar á MagnusMariu við Þjóðaróperuna í Osló og í Ystads Teater í Svíþjóð. Óperan er flutt á sænsku með texta.
Listahátíð í Reykjavík Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira