MagnusMaria: Ný norræn ópera um mannréttindi og réttinn til að vera þú sjálfur Stefán Árni Pálsson skrifar 2. júní 2015 19:00 Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. MagnusMaria er ný norræn ópera sem fjallar um mannréttindi, samkynhneigð og trans, með sterka skírskotun í samfélag nútímans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Hún segir ótrúlega en sanna sögu Mariu sem fæddist á 17.öld og var ákveðin í að lifa lífi sínu sem sjálfstæð persóna og tónlistarmaðurinn Magnus. Hún fylgir hjarta sínu og tekur afleiðingum gjörða sinna stolt. Þegar hún er ákærð fyrir að villa á sér heimildir, spyr dómarinn hana hvort hún sé meiri kona eða maður. Hún svarar því til að hún sé bæði kona og maður, en þó frekar maður. Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. Lífshlaup hennar hófst á seinni hluta 17. aldar í Föglö á Álandseyjum og endaði nokkrum áratugum síðar í Stokkhólmi. Einvalalið norrænna listamanna kemur að sýningunni. Tónlistin í MagnusMariu er eftir Karólínu Eiríksdóttir við líbrettó Katarinu Gäddnäs. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing frá Finnlandi sem nýverið stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands (sú fimmta í röðinni af kvenstjórnendum) og leikstjóri er Suzanne Osten, sem er einn af þekktustu og framsæknustu leikstjórum Svíþjóðar. Er hún þekkt fyrir að umturna þeim verkum er hún leikstýrir og setja þau fram á nýstárlegan og spennandi hátt. Ásgerður Júníusdóttir fer með eitt af hlutverkunum í MagnusMariu ásamt hópi skandinavískra söng- og leikkvenna. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni ræða þær Karólína Eiríksdóttir og Ásgerður Júníusdóttir um sýninguna. MagnusMaria var heimsfrumflutt á Álandseyjum árið 2014 og í kjölfarið í Jakobstad í Finnlandi, Folkoperan í Stokkhólmi og í Borgarleikhúsinu í Espoo í Finnlandi. Óperan hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Þessa dagana eru að byrja sýningar á MagnusMariu við Þjóðaróperuna í Osló og í Ystads Teater í Svíþjóð. Óperan er flutt á sænsku með texta. Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
MagnusMaria er ný norræn ópera sem fjallar um mannréttindi, samkynhneigð og trans, með sterka skírskotun í samfélag nútímans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Hún segir ótrúlega en sanna sögu Mariu sem fæddist á 17.öld og var ákveðin í að lifa lífi sínu sem sjálfstæð persóna og tónlistarmaðurinn Magnus. Hún fylgir hjarta sínu og tekur afleiðingum gjörða sinna stolt. Þegar hún er ákærð fyrir að villa á sér heimildir, spyr dómarinn hana hvort hún sé meiri kona eða maður. Hún svarar því til að hún sé bæði kona og maður, en þó frekar maður. Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. Lífshlaup hennar hófst á seinni hluta 17. aldar í Föglö á Álandseyjum og endaði nokkrum áratugum síðar í Stokkhólmi. Einvalalið norrænna listamanna kemur að sýningunni. Tónlistin í MagnusMariu er eftir Karólínu Eiríksdóttir við líbrettó Katarinu Gäddnäs. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing frá Finnlandi sem nýverið stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands (sú fimmta í röðinni af kvenstjórnendum) og leikstjóri er Suzanne Osten, sem er einn af þekktustu og framsæknustu leikstjórum Svíþjóðar. Er hún þekkt fyrir að umturna þeim verkum er hún leikstýrir og setja þau fram á nýstárlegan og spennandi hátt. Ásgerður Júníusdóttir fer með eitt af hlutverkunum í MagnusMariu ásamt hópi skandinavískra söng- og leikkvenna. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni ræða þær Karólína Eiríksdóttir og Ásgerður Júníusdóttir um sýninguna. MagnusMaria var heimsfrumflutt á Álandseyjum árið 2014 og í kjölfarið í Jakobstad í Finnlandi, Folkoperan í Stokkhólmi og í Borgarleikhúsinu í Espoo í Finnlandi. Óperan hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Þessa dagana eru að byrja sýningar á MagnusMariu við Þjóðaróperuna í Osló og í Ystads Teater í Svíþjóð. Óperan er flutt á sænsku með texta.
Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning