Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2015 14:54 Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Vísir/Ernir Starfsmenn Fjölmiðlanefndar fóru yfir samruna Vefpressunnar ehf. og DV ehf. í ljósi fregna dagsins af fjárkúgunartilraunum systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Vísir hefur greint frá því að að efni fjárkúgunarkröfu systranna gegn ráðherranum tengist meintum viðskiptum hans við Björn Inga Hrafnsson, eiganda DV, sem áttu að tengjast kaupum á fjölmiðlinum. Björn Ingi sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann sagði forsætisráðherra ekki hafa fjármagnað kaup á DV.Sjá einnig:Birgitta vill svör um hin meintu spillingarmál forsætisráðherra „Við skoðuðum þetta, rifjuðum málið upp og þá var það eins og minni okkar hafði verið að við höfðum óskað eftir þessum upplýsingum eins og við gerum,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, í samtali við Vísi um málið.Óskuðu eftir upplýsingum um eignarhald og yfirráð Hún segir Fjölmiðlanefnd hafa á sínum tíma óskað eftir öllum upplýsingum um bæði eignarhald og yfirráð Vefpressunnar ehf. í ljósi samrunans við DV ehf. „Og með yfirráðum þá tekur það til þess hvort það sé einhver annar sem getur haft afgerandi áhrif á rekstur og stjórnun fyrirtækisins. Annað hvort sameiginlega eða sjálfstætt. Þá var tiltekið að þetta gæti verið einhver sem gæti haft áhrif á skipun stjórnar atkvæðagreiðslu og svo framvegis. Við óskuðum eftir því hvort í gildi væru hluthafasamkomulag, lánasamningar eða annað sem fellur undir slíka skilgreiningu og svörin sem við fengjum voru þau að það væru engir slíkir samningar, eða annað sem varðar yfirráð,“ segir Elfa. Hún segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðfest með tölvupósti að svo væri ekki. „Við óskuðum eftir því hvort þetta sé með þessum hætti. Við vorum búin að fá öll gögn um eignarhaldið og það er allt skilmerkilega getið um það á heimasíðu okkar. Það kom staðfesting á að það væru engir slíkir samningar. Við getum birt upplýsingar um eignarhald en það eru ekki skýr fyrirmæli í lögunum um það að okkur sé heimilt að birta upplýsingar um yfirráð. Við getum spurt um það en okkur er ekki heimilt að birta það. “„Hafa ekki borist nein gögn“ Aðspurð hvort nánar verður farið yfir samruna Vefpressunar ehf. og DV ehf. segir hún engin gögn hafa borist nefndinni sem gefa tilefni til slíkrar skoðunar. „Ef það berast einhver önnur gögn, ef það kemur eitthvað annað upp sem gæfi ástæðu til að skoða málið aftur, en það hafa ekki borist nein slík gögn, við höfum ekki séð neitt slíkt. “ Hún segir Fjölmiðlanefnd geta haft skoðun en þá verði að liggja fyrir rökstuddur grunur. „Við vitum ekkert meira. Við getum ekki farið í málin á grundvelli einhvers sem við heyrum bara út í bæ. Við verðum að fá eitthvað.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31 Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Starfsmenn Fjölmiðlanefndar fóru yfir samruna Vefpressunnar ehf. og DV ehf. í ljósi fregna dagsins af fjárkúgunartilraunum systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Vísir hefur greint frá því að að efni fjárkúgunarkröfu systranna gegn ráðherranum tengist meintum viðskiptum hans við Björn Inga Hrafnsson, eiganda DV, sem áttu að tengjast kaupum á fjölmiðlinum. Björn Ingi sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann sagði forsætisráðherra ekki hafa fjármagnað kaup á DV.Sjá einnig:Birgitta vill svör um hin meintu spillingarmál forsætisráðherra „Við skoðuðum þetta, rifjuðum málið upp og þá var það eins og minni okkar hafði verið að við höfðum óskað eftir þessum upplýsingum eins og við gerum,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, í samtali við Vísi um málið.Óskuðu eftir upplýsingum um eignarhald og yfirráð Hún segir Fjölmiðlanefnd hafa á sínum tíma óskað eftir öllum upplýsingum um bæði eignarhald og yfirráð Vefpressunnar ehf. í ljósi samrunans við DV ehf. „Og með yfirráðum þá tekur það til þess hvort það sé einhver annar sem getur haft afgerandi áhrif á rekstur og stjórnun fyrirtækisins. Annað hvort sameiginlega eða sjálfstætt. Þá var tiltekið að þetta gæti verið einhver sem gæti haft áhrif á skipun stjórnar atkvæðagreiðslu og svo framvegis. Við óskuðum eftir því hvort í gildi væru hluthafasamkomulag, lánasamningar eða annað sem fellur undir slíka skilgreiningu og svörin sem við fengjum voru þau að það væru engir slíkir samningar, eða annað sem varðar yfirráð,“ segir Elfa. Hún segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðfest með tölvupósti að svo væri ekki. „Við óskuðum eftir því hvort þetta sé með þessum hætti. Við vorum búin að fá öll gögn um eignarhaldið og það er allt skilmerkilega getið um það á heimasíðu okkar. Það kom staðfesting á að það væru engir slíkir samningar. Við getum birt upplýsingar um eignarhald en það eru ekki skýr fyrirmæli í lögunum um það að okkur sé heimilt að birta upplýsingar um yfirráð. Við getum spurt um það en okkur er ekki heimilt að birta það. “„Hafa ekki borist nein gögn“ Aðspurð hvort nánar verður farið yfir samruna Vefpressunar ehf. og DV ehf. segir hún engin gögn hafa borist nefndinni sem gefa tilefni til slíkrar skoðunar. „Ef það berast einhver önnur gögn, ef það kemur eitthvað annað upp sem gæfi ástæðu til að skoða málið aftur, en það hafa ekki borist nein slík gögn, við höfum ekki séð neitt slíkt. “ Hún segir Fjölmiðlanefnd geta haft skoðun en þá verði að liggja fyrir rökstuddur grunur. „Við vitum ekkert meira. Við getum ekki farið í málin á grundvelli einhvers sem við heyrum bara út í bæ. Við verðum að fá eitthvað.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31 Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31
Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44
Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47