Annað fjárkúgunarmál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2015 13:54 Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að kæra hefði verið lögð fram. Hann vildi þó ekki staðfesta á hendur hverjum. DV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn sem lagði kæruna fram gerði það í kjölfar þess að systurnar játuðu fyrir lögreglu aðild sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra fyrir helgi. Í því máli sem nú er til umfjöllunar á Malín að hafa sett sig í samband við manninn og sakað hann um saknæmt athæfi. Sagðist hún hafa undir höndum gögn sem sönnuðu málið.Sjá einnig:Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Meint brot átti sér stað á laugardagskvöldi fyrir um einum og hálfum mánuði. Malín hafði svo samband við manninn á mánudeginum sem greiddi henni í kjölfarið umbeðna upphæð. Segist maðurinn hafa sönnun fyrir því að Malín hafi tekið við peningunum.Lögmaður Malínar ekki heyrt af málinu Systurnar hafa játað að hafa staðið að fjárkúgunarmáli á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi ekki komið nálægt því að senda bréf með hótunum til ráðherra en viðurkenndi að hafa ekið systur sinni til að sækja fjármunina sem farið var fram á. Friðrik vill ekki tjá sig um málið að öðru leiti og vill ekki staðfesta að kæran beinist gegn sömu aðilum og gerðu tilraun til að kúga fé úr forsætisráðherra. Vísir hefur síðastliðinn sólarhring fjallað ítarlega um það mál. Lögmaður Malínar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði tali af henni nú fyrir stundu.Uppfært klukkan 14.25 Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að kæra hefði verið lögð fram. Hann vildi þó ekki staðfesta á hendur hverjum. DV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn sem lagði kæruna fram gerði það í kjölfar þess að systurnar játuðu fyrir lögreglu aðild sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra fyrir helgi. Í því máli sem nú er til umfjöllunar á Malín að hafa sett sig í samband við manninn og sakað hann um saknæmt athæfi. Sagðist hún hafa undir höndum gögn sem sönnuðu málið.Sjá einnig:Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Meint brot átti sér stað á laugardagskvöldi fyrir um einum og hálfum mánuði. Malín hafði svo samband við manninn á mánudeginum sem greiddi henni í kjölfarið umbeðna upphæð. Segist maðurinn hafa sönnun fyrir því að Malín hafi tekið við peningunum.Lögmaður Malínar ekki heyrt af málinu Systurnar hafa játað að hafa staðið að fjárkúgunarmáli á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi ekki komið nálægt því að senda bréf með hótunum til ráðherra en viðurkenndi að hafa ekið systur sinni til að sækja fjármunina sem farið var fram á. Friðrik vill ekki tjá sig um málið að öðru leiti og vill ekki staðfesta að kæran beinist gegn sömu aðilum og gerðu tilraun til að kúga fé úr forsætisráðherra. Vísir hefur síðastliðinn sólarhring fjallað ítarlega um það mál. Lögmaður Malínar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði tali af henni nú fyrir stundu.Uppfært klukkan 14.25
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41
Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16
Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00