Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 13:17 Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira