Enski boltinn

Söfnuðu meira en 400 þúsund krónum fyrir blómvendi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Stuðningsmenn Sunderland voru svo þakklátir eiginkonu Dick Advocaat að þeir komu af stað söfnun til þess að kaupa blómvönd handa henni.

Advocaat samþykkti í vikunni að stýra liðinu í eitt ár til viðbótar en hann tók við á miðju tímabili og bjargaði því frá falli.

Hann hafði áður tilkynnt að hann muni hætta að tímabilinu loknu. Hann hafði lofað eiginkonu sinni því að setjast í helgan stein enda orðinn 67 ára gamall.

Eftir að Advocaat tilkynnti að honum hefði snúist hugur settu stuðningsmenn söfnun af stað til að eiga fyrir blómvendi handa eiginkonu stjórans.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa nú þegar safnast meira en 400 þúsund krónur. Takmarkið var að safna 30 þúsund krónum en fram kemur á síðu söfnunarinnar að allur ágóði renni til góðgerðarmála.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×