Enski boltinn

Advocaat áfram með Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sunderland tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá eins árs samningi við Dick Advocaat sem mun því stýra liðinu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Advocaat tók við liðinu um mitt tímabil og tókst að bjarga liðinu frá falli. Hann tilkynnti þó að hann ætlaði að taka sér frí frá þjálfun en snerist hugur.

„Eftir miklar viðræður við Ellis [Short, stjórnarformann] og Lee [Congerton, yfirmann íþróttamála] sannfærðu þeir mig um að ég væri rétti maðurinn fyrir félagið,“ sagði Advocaat í viðtali við heimasíðu Sunderland í dag.

„Það var frábær tilfinning að vera hluti af Sunderland síðustu mánuðina og eftir viðræður við Lee, Ellis og fjölskyldu mína erum við öll sammála um að þetta sé rétt ákvörðun.“

Sunderland hafnaði í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig og var þremur stigum frá fallsæti. Liðið tapaði aðeins einum af síðustu sex leikjum sínum á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Framtíð Advocaats óráðin

Dick Advocaat hefur ekki enn ákveðið hvort hann muni stýra Sunderland áfram á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×