Skipun sáttanefndar til þess fallin að tefja lausn kjaradeilunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Sjá meira
Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum