Sigmundur Davíð hneykslaður á að hótanir í hans garð séu notaðar í pólitískum tilgangi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2015 20:15 Í bréfi sem barst á heimili Sigmundar Davíðs nýverið er það fullyrt að hann hafi eitthvað haft með kaup Björns Inga á DV að gera. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira