Sævar Óli mun ekki lengur gegna stöðu nefndarmanns fyrir Pírata Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2015 12:43 Sævar Óli verður ekki endurkjörinn. Vísir/Samsett mynd Sævar Óli Helgason, nefndarmaður Pírata í Reykjavík, mun ekki verða endurkjörinn. Þetta segir Halldór Auðar Svansson. Sævar sætir ákæru fyrir að hafa hótað að berja lögreglumann og móður hans í júlí í fyrra. Sævar Óli hefur áður hlotið fangelsisdóma fyrir ofbeldisbrot. Annars vegar fyrir að rassskella leikskólakennara og hins vegar bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. „Sævar Óli Helgason gegnir þeirri trúnaðarstöðu fyrir Pírata í Reykjavík að vera varamaður í stjórn Faxaflóahafna,“ segir Halldór Auðar í tilkynningu á Facebook síðu sinni. „Slíkar stöður eru þess eðlis að um þær þarf að ríkja traust.“Sjá einnig: Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar Halldór Auðar segir það mat sitt að málið kalli á að rétt og eðlilegt sé að önnur manneskja komi í hans stað í þessa stöðu. Hann ber endanlega ábyrgð á trúnaðarstöðum Pírata innan Reykjavíkurborgar en hann er oddviti flokksins í borginni. „Stjórnarmenn fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Faxaflóahöfnum eru næst kosnir á fundi borgarstjórnar þann 16. þessa mánaðar og mun Sævar Óli ekki vera endurkjörinn. Að eiga sér fortíð og að hafa tekið út refsingar er eitt en kærumál í nútíð er annað.“ Málið gegn Sævari Óla var þingfest 29. maí síðastliðinn en Sævar Óli viðurkennir hótanir sínar í garð lögreglumannsins og móður hans í opnu bréfi. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan en í því biður hann móður lögreglumannsins afsökunar. Hann fullyrðir þó að lögreglumaðurinn hafi haft í hótunum við sig og það sé ástæða þess að hann skyldi bregðast ókvæða við. „Blöskraði mér þessi ógnandi framkoma sonar þíns í minn garð og fékk bara einfaldlega nóg... Því að svona hegðun er ekkert annað en ofbeldi...!“Opið bréf til móður lögregluþjónsins sem ég hótaði...! Ég ætla að biðja þig innilegrar afsökunar á því að hafa sagt...Posted by Saevar Oli Helgason on Saturday, June 6, 2015 Tengdar fréttir Gísli Marteinn spáir nýjum stjórnmálaflokkum góðu fylgi „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ sagði Gísli Marteinn í Reykjavík síðdegis. 29. maí 2015 22:23 Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar Sævar Óli Helgason hefur áður hlotið fangelsisdóma meðal annars fyrir að rassskella leikskólakennara og bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. 7. júní 2015 09:00 Fáliðun Pírata skýri slæma mætingu Jón Þór Ólafsson þarf að sitja þrjá fundi á sama tíma og Birgitta Jónsdóttir tvo. 20. maí 2015 13:08 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Sævar Óli Helgason, nefndarmaður Pírata í Reykjavík, mun ekki verða endurkjörinn. Þetta segir Halldór Auðar Svansson. Sævar sætir ákæru fyrir að hafa hótað að berja lögreglumann og móður hans í júlí í fyrra. Sævar Óli hefur áður hlotið fangelsisdóma fyrir ofbeldisbrot. Annars vegar fyrir að rassskella leikskólakennara og hins vegar bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. „Sævar Óli Helgason gegnir þeirri trúnaðarstöðu fyrir Pírata í Reykjavík að vera varamaður í stjórn Faxaflóahafna,“ segir Halldór Auðar í tilkynningu á Facebook síðu sinni. „Slíkar stöður eru þess eðlis að um þær þarf að ríkja traust.“Sjá einnig: Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar Halldór Auðar segir það mat sitt að málið kalli á að rétt og eðlilegt sé að önnur manneskja komi í hans stað í þessa stöðu. Hann ber endanlega ábyrgð á trúnaðarstöðum Pírata innan Reykjavíkurborgar en hann er oddviti flokksins í borginni. „Stjórnarmenn fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Faxaflóahöfnum eru næst kosnir á fundi borgarstjórnar þann 16. þessa mánaðar og mun Sævar Óli ekki vera endurkjörinn. Að eiga sér fortíð og að hafa tekið út refsingar er eitt en kærumál í nútíð er annað.“ Málið gegn Sævari Óla var þingfest 29. maí síðastliðinn en Sævar Óli viðurkennir hótanir sínar í garð lögreglumannsins og móður hans í opnu bréfi. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan en í því biður hann móður lögreglumannsins afsökunar. Hann fullyrðir þó að lögreglumaðurinn hafi haft í hótunum við sig og það sé ástæða þess að hann skyldi bregðast ókvæða við. „Blöskraði mér þessi ógnandi framkoma sonar þíns í minn garð og fékk bara einfaldlega nóg... Því að svona hegðun er ekkert annað en ofbeldi...!“Opið bréf til móður lögregluþjónsins sem ég hótaði...! Ég ætla að biðja þig innilegrar afsökunar á því að hafa sagt...Posted by Saevar Oli Helgason on Saturday, June 6, 2015
Tengdar fréttir Gísli Marteinn spáir nýjum stjórnmálaflokkum góðu fylgi „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ sagði Gísli Marteinn í Reykjavík síðdegis. 29. maí 2015 22:23 Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar Sævar Óli Helgason hefur áður hlotið fangelsisdóma meðal annars fyrir að rassskella leikskólakennara og bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. 7. júní 2015 09:00 Fáliðun Pírata skýri slæma mætingu Jón Þór Ólafsson þarf að sitja þrjá fundi á sama tíma og Birgitta Jónsdóttir tvo. 20. maí 2015 13:08 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Gísli Marteinn spáir nýjum stjórnmálaflokkum góðu fylgi „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ sagði Gísli Marteinn í Reykjavík síðdegis. 29. maí 2015 22:23
Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar Sævar Óli Helgason hefur áður hlotið fangelsisdóma meðal annars fyrir að rassskella leikskólakennara og bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. 7. júní 2015 09:00
Fáliðun Pírata skýri slæma mætingu Jón Þór Ólafsson þarf að sitja þrjá fundi á sama tíma og Birgitta Jónsdóttir tvo. 20. maí 2015 13:08
Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28